Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiFatageymsla, Ferðakista, Hirsla, húsmunur, Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv., Skrautmálun

StaðurReynistaður
ByggðaheitiSæmundarhlíð
Sveitarfélag 1950Staðarhreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiEyrún Rós Árnadóttir 1975-
NotandiLucinda Sigríður Jóhannsdóttir Möller 1921-1965

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-4295/2010-19
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð49,5 x 62,5 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Kista (sviptikista) úr furu (rekavið). Geirnegld með trénegldu loki. Lok er á járnhjörum sem eru skrúfaðar á. Hæð með loki er 49,5 cm, breidd er 62,5 cm og dýpt er 31 cm. Breidd loksins er 66 cm og dýpt þess 32 cm. Lok nær aðeins út fyrir brúnir á hliðum. Inn í kistunni er handraði vinstra megin, með loki, h. 8 cm, l. 27,5 cm, br. 8,4 cm.

Okar (eyru) eru skásettir á hliðum með gati. Lengd þeirra eru 31 cm, breidd 3 cm og þykkt 3 cm. Bláir með gulgrænni rönd (gyllingu).

Fætur að framan eru renndar kúlur undir sínu hvoru megin. Að aftan eru útsagaðir fætur sem liggja með langhlið og skammhlið hvoru megin.

Lásinn er eldsmíðaður og virkar. Lykill er í handraðanum.

Kistan er ljósblá með yfirdregnum dökkbláum skuggum og á henni er blómamynstur. Að framan er mynstrið í kringum skrána, dumbrautt, rautt, grænt, gult, gulgrænt og hvítt.

Á hægri og vinstri brún að framan eru lóðréttir bekkir með ámáluðum fléttujurtum gulgrænum og hvítum auk tveggja lóðréttra lína sem eru brún og gul (sitt hvoru megin).

Á loki er máluð um 0,5 cm brún lína um 2 cm inn af brún loksins. Blómsveigur er í miðju með sömu litum og að framan. Brúnir loksins eru brúnar að lit. Málning er farin að flagna af.

Lucinda Sigríður Möller var í sveit á Reynistað á 5. áratug 20. aldar. Þar fékk hún þessa kistu og málaði sjálf. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.