Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiFerðakoffort, Hirsla, skráð e. hlutv., Koffort, + hlutv.
Ártal1880-1910

StaðurReynistaður
ByggðaheitiSæmundarhlíð
Sveitarfélag 1950Staðarhreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Sigurðsson 1888-1972

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-223-a
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð61 x 25,3 x 37,5 cm
EfniEik, Járn, Leður
TækniTækni,Trésmíði,Geirnegling

Lýsing

Ferðaskrínur úr eik, 25,3 x 61 cm og 37,5 cm háar. Tvær eins (sjá einnig grip BSk-223-b). Skrínurnar eru með koffortslagi og báðar eins geirnegldar og allar brúnir slegnar þunnu járni, sem nú er víða orðið ryðgað. Einnig er járn á lokbörmunum er gengur niður á kassann lokaðan. Á hvorri skrínu eru tvær smellur að framan og skrá í miðju, allt úr látúni, svo og lamir, en lykil vantar. Á bakhlið eru skrúfaðar tvær lykkjur úr járni til að hengja skrínurnar á klakk og að framan er lóðrétt járn með tveimur augum fyrir ólar. Á göflum eru leðurhankar.

Skrínurnar eru eigi sterklegar að sjá en þó óbilaðar að kalla. Þær hafa verið lakkboranar, og eru báðar eins að útliti, nema hvað á BSk-223a er lokið rifið og borað gat á lokið og á BSk-223b hefur verið negldur gólfdúkur ofan á lokið, sennilega til að gera það vatnsþétt og lokan á því er bogin.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.