LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHandsápa
Ártal1960-1965

LandÍsland

Hlutinn gerðiSjöfn Efnaverksmiðja
GefandiSjöfn Efnaverksmiðja

Nánari upplýsingar

Númer2003-894
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð7,7 x 5 x 2 cm
EfniÁlpappír, Pappi, Sápa
TækniSápugerð

Lýsing

Tvö handsápustykki í álpappírs-/pappa/pappírsumbúðum. Álpappírinn/pappírinn er í rauðum og gylltum lit á öðru stykkinu og hvítum og gylltum á hinu. Vex-sápan var framleidd í nokkrum litum og hafði hver litur sitt ilmefni og sinn umbúðalit. Áletrun: Vex - Lanolínsápa á framhlið og Sjafnarmerkið á bakhlið. Á bakhlið annars stykkisins, (hvít/gyllt), er límdur miði sem á stendur handskrifað: Bauguet Savon 927 1% 1/2 G. H 1755 25.10.1965 (lílega tegund ilmefnis og magn). Skrásetjari (Jón Arnþórsson? Bragi Jóhannsson?) þykist þarna kenna skrift Kristjáns Stefánssonar heitins sem þá var verkstjóri í Sjöfn. Vex handsápan var síðasta sápan, í föstu formi, sem Sjöfn setti á markað og framleiddi. Hún varð fljótt vinsælasta og söluhæsta handsápa verksmiðjunnar, og skaut þar með Savon de Paris og Pálmasápu aftur fyrir sig, sbr. 2003-890 og 2003-892.

Þetta aðfang er í Iðnaðarsafninu á Akureyri.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.