Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHljóðfæri, Langspil
Ártal1950

StaðurBakki
ByggðaheitiViðvíkursveit
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGuðmundur Jónsson
GefandiÁrni Sigurðsson 1927-2020

Nánari upplýsingar

NúmerBSk -5333/2019-12
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð92 x 16 x 10 cm
EfniFura, Hrosshár, Viður
TækniTækni,Trésmíði,Hljóðfærasmíði

Lýsing

Langspil, smíðað m.a. úr viði úr bæjar- eða baðstofuþilinu úr gamla bænum á Bakka í Viðvíkursveit. Langspilið er sjálft 86 cm langt, auk 6 cm totu fyrir endanum; alls 92 cm langt. 10 cm hátt og 16 cm breitt. Langspilið er ljóst á litinn, gulleitt og sér í bleikt hér og þar. Nýsmíðin er ómáluð úr ljósum viði. Boginn er 67,3 cm langur og 4,5 cm breiður, úr dökkum viði og dökkum hrosshárum.

Guðmundur Jónsson (f. 7.5.1906 - d. 1995) smíðaði langspilið og bogann árið 1950, úr gamla bæjar- eða baðstofuþilinu á Bakka í Viðvíkursveit. Guðmundur var sonur hjónanna Jóns Björnssonar (f. 1873 -d. 1959) og Guðrúnar Guðmundsdóttur (d. 1959) á Bakka í Viðvíkursveit. 

Gefandi er Árni Sigurðsson (13.11.1927). Árni var sendur í fóstur til hjónanna Jóns og Guðrúnar á Bakka í 4 ár þegar hann var unglingur. Þegar gömlu hjónin fluttu frá Bakka fékk Árni ýmsa hluti að gjöf. Guðmundur gaf Árna langspilið.


Sýningartexti

Langspil, smíðað m.a. úr viði úr bæjar- eða baðstofuþilinu úr gamla bænum á Bakka í Viðvíkursveit. Langspilið er gulleitt og aðeins sést í bleika málningu undir þeirri gulu. Nýsmíðin er ómáluð úr ljósum viði

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.