LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Nicoline Weywadt 1848-1921
MyndefniBryggja, Hafís, Skúta, Skúta, Vogur
Ártal1873-1874

ByggðaheitiDjúpivogur
Sveitarfélag 1950Búlandshreppur
Núv. sveitarfélagDjúpavogshreppur, Múlaþing
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr/2019-100
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð21,2 x 27,9 cm
GerðSvart/hvít pósitíf - Albumin pappír
GefandiMálfríður Kristjánsdóttir 1946-

Lýsing

Ís á Djúpavogi.  Myndin er talin tekin ísaveturinn 1873-1874, sbr. mynd nr. 6.  Síbería (sbr. nr. 5) lengst t.v. Strýtumyndaða húsið (hesthús?) bak við hana sést einnig á myndum nr. 14 og að því er virðist 27.  Hjallurinn (sbr. skýringar við mynd nr. 6) á Hjallsklettinum sést hér mjög vel.  Skipin á voginum eru hákarlaskútur, líklega sjást þarna Ingólfur, Þórdís og Bonnesen, sem gerðir voru út frá Djúpavogi. Maðurinn fremst á Suðurkaupstðarbryggju er sagður vera Gunnar Þorsteinsson í Fögruhlíð á Djúpavogi. Sama og Th-21.

Myndin er úr fórum Steinars Guðmundssonar í Stykkishólmi.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana