LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHöfðaletur, Spónn, Útskurður
Ártal1800-1850

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-141
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð22,3 x 5,1 cm
EfniHorn, Nýsilfur
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Matarspónn úr kýrhorni. Lengd 16,2 cm breidd blaðsins 5,1 cm og lengd blaðsins 6,1 cm. Blaðið er dökkt, en skaftið ljóst. Spónninn hefur brotnað á mótum skafts og blaðs, en verið spengdur með nýsilfri. Virðist þar vanta í skaftið, einnig hefur verið tekið aftan af því. Á skaftið er skorið með höfðaletri: niottu v(el), og neðan á það eru skornir stafirnir K.G. Blaðið er slitið og skaftið sprungið.

Óvíst hvaðan kominn né hvenær. Þó líklega frá Kálfsstöðum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.