Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDýr, Dýrabein, Óskabjörn, krabbadýr
Ártal1900-1950

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-451
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð3,2 cm
EfniDýrabein, Skel

Lýsing

Óskabjörn. Lítið krabbadýr, er lifir í sjó, um 3,2 cm langt og sem næst sporbaugslaga. Ofan á því eru hvítar skelbrynjur er ná þvert yfir bakið, sem er kúpt. Að neðan eru margir fætur, líkastir krabbafótum, en af þessu eintaki eru margir fætur dottnir og virðist einnig vanta höfuðið.

Almenn trú var, að tæki maður lifandi óskabjörn og setti ofan á tunguna (aðrir segja undir tungurætur), gæti maður óskað sér einnar eða jafnvel þriggja óska. Innan í óskabirninum er óskasteinn, marglitur og fagur, hafður sem barnagull (Loftur Loftsson frá Eyjum á Bölum, Strandasýslu, 1963).

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.