Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSmjöraskja, Útskurður
Ártal1850-1900

StaðurReykjavellir
ByggðaheitiNeðribyggð
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiAndrés H. Valberg 1919-2002
NotandiHallgrímur Andrésson Valberg 1882-1963

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-2543/1997-516
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð21,2 x 13,5 x 10,4 cm
EfniFura
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Smjöraskja úr furu, sporöskjulaga. Lengd 21,2 cm, breidd 13,5 cm, hæð 10,4 cm. Innanmál 19,3 x 10,7 x 6,9 cm. Í botni og loki er heilt tré, girði er saumað utan um og myndar sjálfa öskjuna. Lokið fellur ofan á. Það er útskorið, mynstrið er tígull sem vefst undir og yfir lykkjur sem liggja upp á kúpuna frá hliðunum. Um öskjuna segir gefandi, Andrés H. Valberg: „Frá Hallgrími A. Valberg, hann keypti hana á uppboði þegar hann var á Reykjavöllum, úr einhverju dánarbúi. Askjan ber það með sér að vera mjög gömul”.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.