LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, húsmunur, Kistill, + hlutv., Skrautmálun
Ártal1787

StaðurBjarnastaðahlíð
ByggðaheitiVesturdalur
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiGuðrún Sveinsdóttir 1890-1978
NotandiÞorbjörg Ólafsdóttir 1846-1906

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-2958/1997-941
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð12,7 x 7 x 6,7 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Smákistill úr furu eða brenni, málaður svartur og rauður. Tvínegldur. Lokið fellur ofan í kistilinn, fest með tveim tréeyrum inn í hliðarnar sitt hvoru megin. Stærð á lokinu 10,3 x 5,6 cm. Á lokið er málaður rauður túlípani. Krókurinn á lokinu er úr kopar. Á innanvert lokið er málað með rauðum stöfum J (eða S) B D. En framan á kistilinn er málað með rauðum stöfum A-1787 og málaður rauður þríhyrningur þar fyrir ofan líkt og skráargat.

Á framhliðinni eru tvö göt, í öðru (því vinstra megin) er trétappi en (þeir) fara aðeins inn úr til þess að stoppa lokið svo það detti ekki niður. Annar tappinn er horfinn svo gatið sést vel framan á. Allir stafirnir hafa verið málaðir með hvítri rönd til þess að skerpa línurnar. Málningin heldur sér geysilega vel miðað við aldur.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.