LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKornkvörn, Kvörn, Malkvörn
Ártal1850-1900

StaðurLitli-Dalur
ByggðaheitiDalspláss
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiJakob Jónsson

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-291
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð47,5 x 7 cm
EfniHraungrýti, Viður
TækniSteinsmíði

Lýsing

Kornkvörn (handkvörn) úr holóttu, íslensku hraungrýti. Yfirsteinninn er um 47,5 cm í þvermál og 6-7 cm þykkur. Gatið á miðjunni er um 8 cm í þvermál og í því neðst þverjárn er hvílir á járntyppi í miðju undirsteinsins. Undirsteinninn er um 60 cm í þvermál, með börmum, og fellur yfirsteinninn ofan á milli þeirra. Þykkt undirsteinsins á barma er 17-18 cm. Hann er eilítið kúptur og hinn efri íhvolfur að neðan, og gat er úti við barm undirsteinsins fyrir mélið að renna niður um.

Rendur eru klappaðar í yfirsteininn að neðanverðu, frá gati og út á brún. Járnstandur er við brún yfirsteinsins, festur með blýi, og er á honum bútur af stórgripslegg (leggurinn er brotinn af og farinn 2009). Hefur standurinn verið færður, og er á einum staðnum, er hann hefur verið, brotið úr steininum.

Stokkurinn, sem steinarnir nú eru í er nýsmíðaður (af Hirti Kr. Benediktssyni) en með sama lagi og slíkir stokkar voru. Hann er um 88 x 88 cm að ummáli og 15 cm djúpur og gat að framan með renniloki fyrir. Hann stendur á fjórum fótum og má hækka og lækka yfirsteininn með vogstangarútbúnaði.

Steinarnir eru sagðir höggnir af Jakobi Jónssyni (Myllu-Kobba) og eru komnir til safnsins frá Litladal, í Lýtingsstaðahrepp, úr db. Jónasar Jónassonar bónda þar.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.