Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiDragkista, Húsgagnasmíði, Kommóða
Ártal1800-1850

StaðurUppsalir
ByggðaheitiBlönduhlíð
Sveitarfélag 1950Akrahreppur
Núv. sveitarfélagAkrahreppur* (ekki lengur núv. sveitarfél.)
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-415
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð109,5 x 49 x 96 cm
EfniFura, Látún, Málning/Litur, Rekaviður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Dragkista (kommóða) úr furu. Hún er 109,5 cm breið og um 49 cm þykk til hliðanna og um 96 cm há.

Skúffur eru fjórar, allar álíka djúpar, og framhliðar þeirra í sveigum, og komu því skúffurnar nokkru lengra fram í miðju en til hliðanna. Efst á hliðum og að framan er grannur, ávalur listi. Skráarlauf úr látúni eru á skúffunum, þau eru nokkuð grafin, breiðust ofan við miðju og líkast liljublöðum efst og neðst. Á hverri skúffu hafa verið tveir látúnshnúðar til að draga þær út með en eru allir týndir nú nema hvað stéttirnar eru eftir á neðstu skúffunni. Skrár vantar, nema hina efstu, og er hún lykillaus.

Dragkistan hefur verið blámáluð, en málningin er víðast af nú nema á hliðum og næstneðstu skúffunni. Listarnir milli skúffanna hafa þó verið málaðir bleikir síðan. Sums staðar er lítillega kvarnað úr dragkistunni, einkum af framhlið neðstu skúffunnar.

Góð hirzla og vel gerð í öndverðu, talin íslenzk smíð og gerð úr rekaviði. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.