Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiIlleppur, Illeppar, Roðskór, Skór

StaðurByggðasafn Skagfirðinga
Annað staðarheitiGlaumbær
ByggðaheitiLangholt
Sveitarfélag 1950Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigríður Ólöf Jónsdóttir
GefandiÖrlygur Hálfdánarson 1929-2020
NotandiGuðmundur Bernharðsson 1899-1989

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-4165/2005-113
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð22,8 x 9,2 cm
EfniRoð
TækniTækni,Skósmíði

Lýsing

Roðskór úr hlýraroði, bryddaðir með hvítu lambskinni, þvengjalausir. Saumaðir á tá og hæl með fínu ullarbandi (eingirni). Lengd 22,8 cm og breidd er 9,2 cm. Mjög vel gerðir skór, sniðnir til úr hálfþurru roði. Í skónum eru illeppar úr ull; úr hvítu, svörtu og mórauðu bandi. Með tíglamynstri á tá, hæl og il. Í bréfi sem fylgdi skónum segir: „Guðmundur Bernharðsson frá Ingjaldssandi gaf mér þessa skó. Þeir eru úr hlýraskinni (roði) gerðir af Sigríði Jónsdóttur frá Furufirði á Ströndum.“ Gefandi er Örlygur Hálfdánarson.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.