Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiSkápur

StaðurTunga
Annað staðarheitiSkollatunga
ByggðaheitiGönguskörð
Sveitarfélag 1950Skarðshreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiElísabet Andrésdóttir 1912-2006

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-1176/1991-151
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð73,7 x 42,6 x 133 cm
EfniViður
TækniTækni,Húsgagnasmíði

Lýsing

Línskápur frá Tungu í Gönguskörðum. Hann er smíðaður úr afgangs panel. Hæð 133, lengd 73,7 og breidd 42,6 cm. Hjarir hafa verið færðar til, þær eru úr kopar, renniklinka er til að loka. Í skápnum eru 4 hillur. Hann er afar illa farinn vinstra megin að aftan. Skápurinn er orðinn mjög gamall. Þegar verið var að þilja baðstofuna á Núpsöxl, í Laxárdal fremri, gekk af panill sem varð efnivíður í þennan skáp. Helgi Magnússon flutti skápinn með sér er hann flutti frá Núpsöxl að Tungu. Skápurinn var þá settur á klakk á móti ullarpottinum. Brúnn gamli gekk undir. Skápurinn var alltaf notaður undir sængurföt, nærföt og annað þessháttar. Skápinn smíðaði Valdimar Kristjánsson, búhagur maður sem bjó þá á Kirkjuskarði í Laxárdal. Hann var frá Kollugerði sem er í túnjaðri Höskuldsstaða. Gef. Elísabet Andrésdóttir í Tungu í Gönguskörðum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.