Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiFerðakoffort, Hirsla, húsmunur, Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv., Koffort, + hlutv.
Ártal1900-1970

StaðurGil
ByggðaheitiBorgarsveit
Sveitarfélag 1950Skarðshreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiPálína Skarphéðinsdóttir 1944-
NotandiStefán Jón Sigurjónsson 1874-1970

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-1429/1992-129
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð62 x 31,5 x 46 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Koffort (sjókoffort-sviptikista). Lengd 62 cm, breidd 31,5 cm, hæð 46 cm. Lokið fellur ofan á, okar ganga útfyrir kassann. Á hliðum (endum) eru skástífur með gati til að binda reipi í. Handraði með loki er vinstra megin í koffortinu. Læsing er biluð og lokið sundrað. Koffortið er brúnmálað. Þetta skrín notaði Stefán Jón Sigurjónsson undir kost og klæðnað er hann réri frá Drangey eða var við flekaveiðar þar. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.