Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiIlleppur, Illeppar, Leppur, Leppar, Skinnskór

ByggðaheitiBlönduós
Sveitarfélag 1950Blönduóshreppur
Núv. sveitarfélagBlönduósbær
SýslaA-Húnavatnssýsla (5600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiÖrlygur Hálfdánarson 1929-2020
NotandiHulda Árdís Stefánsdóttir 1897-1989

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-4166/2005-114
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð23 x 11 cm
EfniSkinn, Ull
TækniTækni,Textíltækni,Prjón

Lýsing

Sauðskinnsskór úr svörtu lambskinni með hvítri bryddingu úr eltiskinni. Saumaðir á hæl og tá og bryddingu með svörtum hörtvinna. 23 x 11 cm að stærð. Í skónum eru illeppar prjónaðir með garðaprjóni. Aðallitur hvítur. Í miðju er græn (tvílit) áttblaðarós og grænt oddamunstur er á tá og hæl. Saumaðir að utan með brún með kontórsting með grænum lit.

Frá Örlygi Hálfdánarsyni bókaútgefanda. Gjöf til hans frá Huldu Stefánsdóttur á Blönduósi.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.