LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBók, Kort
Ártal1918

ByggðaheitiSiglufjörður
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiEmilía Sigurjónsdóttir 1935-

Nánari upplýsingar

Númer2019-3
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð23,6 x 15,6 x 1,1 cm
EfniPappír
TækniPrentun

Lýsing

Bók sr. Bjarna Þorsteinssonar, Aldarminning. Eintakið var gefið út árið 1918. Sr. Bjarni gaf bókina út í tilefni af hundrað ára afmæli verslunarréttinda Siglufjarðar og kaupstaðarréttindanna sem staðurinn hlaut 20. maí 1918. Með bókinni eru þrjú kort af kaupstaðnum sem sr. Bjarni gerði og sýna hann á árunum 1868, 1888 og 1918. 

Á titilsíðunni segir:

Siglufjarðarverslunarstaður hundrað ára 1818 - 20. maí - 1918.

Aldarminning.

Ágrip af sögu kauptúns og sveitar. Samið hefur Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði. Reykjavík - Prentsm. Gutenberg - 1918. 

Í bókina er ritað fremst: Emelía Sigurjónsdóttir. 16/10 '54. Frá frænda Sig.Sv. Sá er gaf Emilíu bókina var Sigurjón Sveinsson (1918-1972) móðurbróðir hennar sem hún ólst upp með á Steinaflötum, Siglufirði.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.