Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiMálverk, + mótív
TitillBjarni Jónsson
Ártal1985

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiBjarni Jónsson
GefandiBjarni Jónsson 1934-2008

Nánari upplýsingar

Númer2019-14-1
AðalskráMunur
UndirskráSjóminjasafn
Stærð73 x 62 cm
EfniMálning/Litur, Viður
TækniTækni,Málun

Lýsing

Málverk af sauðskinsskóm.  Merkt: b. jóns "85.

Bjarni hélt sýningu á verkum sínum á Sjóminjasafninu Víkinni árið 2006 og í framhaldinu gaf hann safninu nokkur verk: nr. 2019-14-(1-12)


Heimildir

Bjarni Jónsson listmálari fæddist í Reykjavík 15. september 1934 og lést 8. janúar. Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og frá Kennaraskóla Íslands 1955. Hann naut tilsagnar margra af þekktustu listmálurum Íslands, m.a. Ásgríms Jónssonar, Valtýs Péturssonar og Jóhannesar Kjarvals. Auk þess stundaði hann nám í píanóleik og söngnám.

Bjarni var kennari í Vestmannaeyjum 1955-1957 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1957 til 1973. Eftir það vann hann eingöngu að myndlist og hélt fjölda sýninga á Íslandi og tók þátt í samsýningum erlendis. Myndir hans skreyta auk þess fjölmargar náms- og fræðibækur. Teiknigáfu sína nýtti Bjarni í ríkum mæli til verndar þjóðlegum heimildum og þjóðlífi. Má þar nefna 60 málverk sem varðveita sögu áraskipanna og eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Viðamesta verk hans eru skýringarteikningar í Íslenskum sjávarháttum, sem hann vann með Lúðvík Kristjánssyni, alls 5 bindi.

 

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.