LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Ívar Brynjólfsson 1960-
MyndefniLjósmynd, Ljósmyndasýning, Sýning, Sýningarsalur
Ártal2011

StaðurÞjóðminjasafn Íslands
Annað staðarheitiSuðurgata 41
ByggðaheitiVesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerVi_Sýn/2011-1-19
AðalskráMynd
UndirskráViðburðir_Sýningar, Ljósmyndasýningar í Myndasal Þjms
GerðStafræn frummynd - JPEG 300 pic, Stafræn frummynd - TIFF 300 pic

Lýsing

Ljósmyndari Mývetninga - mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar.

Myndasalur 29. janúar - 2. maí 2011.

Sýning á ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar sem veita einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu við upphaf nýliðinnar aldar. Auk myndanna má á sýningunni sjá úrval gripa, sem tengjast myndefni Bárðar.


Sýningartexti

Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Minjasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Bárður Sigurðsson fæddist árið 1872 að Kálfborgará í Bárðardal. Smíðar urðu snemma eitt af hans meginstörfum og hann réði sig oftast í vinnumennsku að hluta til að geta sinnt smíðum samhliða. Hann fór á milli bæja til að sinna þeim verkum eða smíðaði heima. Ljósmyndun varð hans þriðja starf árið 1906 þegar hann hafði fengið grunnleiðsögn hjá ljósmyndara í Reykjavík. Fyrstu árin eftir að hann hóf ljósmyndun voru hans blómatími í því starfi, þó að hann tæki myndir fram yfir 1920. Fertugur að aldri byggði Bárður nýbýlið Höfða í Mývatnssveit og árið 1916 kvæntist hann Sigurbjörgu Sigfúsdóttur. Þau eignuðust átta börn á 16 árum. Bárður seldi Höfða 1930 og fluttist í Glerárþorp við Akureyri og vann þar við Krossanesverksmiðjuna og smíðar. Árið 1933 fékk Bárður heilablóðfall og var eftir það óvinnufær. Fjölskyldan tvístraðist í framhaldinu, þrjú barnanna voru áfram með móður sinni á Akureyri, fimm fóru á bæi í Mývatnssveit, en Bárður var fluttur heim á sveit sína og var rúmliggjandi á ýmsum bæjum í Mývatnssveit. Hann lést á Akureyri 21. febrúar 1937.

Nokkrir þættir stuðla að því að skapa Bárði sérstöðu meðal  íslenskra ljósmyndara. Starfstími hans er tiltölulega stuttur eða um 15 ár og því bera myndirnar sterkan svip eins tímabils. Hann myndar fyrst og fremst í Þingeyjarsýslum á sínum heimaslóðum; fólk sem hann þekkir og umhverfi sem hann lifði og hrærðist í.  Enginn ljósmyndari kemst jafn nálægt kjarna íslenskrar sveitamenningar og Bárður. Hann verður fyrstur til að opna okkur sýn inn í baðstofur á mörgum bæjum.

 Sjálfur lýsir Bárður ljósmyndastörfum sínum þannig í grein í Hlín á sínum tíma:

„Ljósmyndir hefi jeg tekið í hjáverkum til gagns og gamans. Lítið tek jeg af mannamyndum, en allmikið safn á jeg nú af útsýnis- og tækifærismyndum frá ýmsumstöðum hjer á landi. Hefi búið til og selt talsvert af rúmsjármyndum (stereoskop) og svo skuggamyndum og vjelar til að sýna þær með.“

Þó í safni Bárðar séu myndir víða að á landinu eru Þingeyjarsýslur þar í lykilhlutverki. Ljósmyndir Bárðar endurspegla veruleika sveitunga hans. Þar má sjá karla við slátt, fjölskyldur við borðhald, baðstofulíf, spariklædd börn, konur á íslenskum búningi, fólk á ferð og stórbrotnar myndir af landslagi. Áhugavert er að virða fyrir sér útlit fólks, fatnað, húsbúnað, atburði og umhverfi svo eitthvað sé nefnt. Bárður hefur fangað einstök augnablik í lífi samferðamanna sinna og nýtur þar trausts þeirra sem hann ljósmyndaði. Myndir Bárðar eru fyrir vikið raunsannar, lausar við tilgerð og ómetanlegar heimildir um íslenskt bændasamfélag. Það gefur myndum hans einstakt gildi. Segja má að enginn ljósmyndari annar hér á landi hafi komist nær íslenskri sveitamenningu.

Fyrir utan að mynda náttúru Mývatnssveitar, sem fáir ljósmyndarar höfðu fram að því gert sér ferð til að ljósmynda, fór hann til dæmis í myndatökuferðir að Dettifossi og í Ásbyrgi. Hann myndaði líka fugla, bæði fálka, fálkabjarg og æðarbjarg á Raufarhöfn.

Steríóskóp-myndir Bárðar.

Margar landslagsmyndir Bárðar eru svokallaðar stereóskóp-myndir sem sýna þrívídd. Þessi tækni var þróuð skömmu eftir að ljósmyndin var fundin upp um miðja 19. öldina. Stereóskópmyndir voru nefndar rúmsjármyndir, þrívíddarmyndir, tvíeygismyndir eða kíkismyndir á íslensku. Á ensku hétu þær stereoscope eða nú síðustu árin 3D (e. three dimensional), sem er rangnefni því þetta eru ekki alveg þrjár víddir.

Jón Sigurgeirsson, frá Helluvaði í Mývatnssveit (1909-2000), mundi vel eftir Bárði og hafði sem strákur orðið forvitinn um allar þær nýjungar sem Bárður réð yfir, en var sem fullorðnum manni umhugað um hann og örlög hans. Í óbirtri grein um samferðamenn helgar hann Bárði langan kafla. Þar talar hann meðal an

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana