LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEyborg Guðmundsdóttir 1924-1977
VerkheitiTitrandi strengir
Ártal1974

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð101 x 101 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-3824
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturEyborg Guðmundsdóttir-Erfingjar , Myndstef

Sýningartexti

Árið 1959 hóf Eyborg Guðmundsdóttir nám við Académie Julian í París. Henni líkaði það ekki og hætti fljótlega. Upp frá því kynnti hún sér sjálf strauma og stefnur í myndlistinni en abstraktlist átti hug hennar frá upphafi. Hún kynntist op-listamanninum Victor Vasarely og naut tilsagnar hans. Í París dvaldi Eyborg í fimm ár. Hún tók þátt í sýningum alþjóðlegs hóps listamanna er máluðu geómetrískar abstraktmyndir eins og hún. Hópurinn nefndist Groupe Mesure og tók Eyborg þátt í sýningum þeirra víða um lönd. Á þessum árum tók hún þátt í fleiri hópsýningum, til dæmis sýningum Salon Réalités Nouvelles, og var verka hennar iðulega getið í skrifum um þær. Eyborg lést langt fyrir aldur fram árið 1977, aðeins 52 ára að aldri, en hún átti frá unga aldri við heilsuleysi að stríða, lá meðal annars á berklahæli í fjögur ár. Þegar Eyborg lést hafði hún þegar markað sér sérstöðu innan abstraktlistar á Íslandi. Eyborg hlaut ætíð góða dóma fyrir sýningar sínar og er sá brautryðjandi íslenskrar abstraktlistar sem hvað minnst hefur farið fyrir. Ferill hennar spannaði aðeins fimmtán ár en hún náði engu að síður að þróa persónulegt myndmál, fíngert og fágað, sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili í ætt við op-list. Slitróttur strengleikur í samspili við einföld, sterk form og liti einkennir mörg verka Eyborgar eins og sjá má í málverkinu Titrandi strengir. Strengirnir eru dregnir hárfínum línum á strigann og kalla fram hughrif viðkvæmni um leið og sterkir litir og ákveðin form eru til vitnis um mikið og agað listrænt öryggi. Miklar andstæður á myndfletinum, leikandi línur og þung og massív form sýna dirfsku Eyborgar í málverkinu. 


Heimildir

Jónas Guðmundsson, “Haustsýningin 1975” Tíminn, 20. nóv. 1975
Níels Hafstein, “Haustsýning FÍM”, Þjóðviljinn 23. nóv. 1975,
“Haustsýningu FÍM lýkur á sunnudag”, Mbl. 28. nóv. 1975 Mynd
Bragi Ásgeirsson, “Myndlist”, Mbl. 30. nóv. 1975

130 verk úr safneign Listasafns Íslands, Listasafn Íslands, 2019.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.