Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HönnuðurEinar Þorsteinn Ásgeirsson 1942-2015
Verkheiti(Nafnlaus)

GreinHönnun - Arkitektúr
Stærð82,5 x 111 x 7 cm
EfnisinntakAltaristafla, Salerni, Veggmynd

Nánari upplýsingar

NúmerEÞÁ/2014-5-36
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráSafn Einars Þorsteins Ásgeirssonar

EfniKopar, Olíulitur, Pappi, Viður, Þerripappír
AðferðTækni,Málun

Lýsing

Ferhyrnt veggverk (toppar standa upp úr í miðju), með tveimur vængjum sem hægt er að leggja saman. Fjórir litlir rammar eru efst á verki, í þá er límdur klósettpappír sem hefur verið vélritað á ýmis nöfn á mat. Rammar eru málaðir í mismunandi litum: gulur, bleikur, hvítur og blár. Nöfn á mat innan í römmum eru af mat sem er eins á litinn og litur ramma t.d. bláber í bláa ramma osfrv. Verkið skiptist í þrennt, miðja þar sem rammar eru efstir og tvier vængir út frá miðjunni. Fyrir neðan ramma er átthyrnt gat. Í því er koparstöng og á henni hanga þrjár klósettrúllur í mismunandi litum. Gulum, bleikum og bláum. Miðjustykkið kemur út í hálfhring út frá miðju-opinu. Tveir vængir eru sitthvorum megin við miðjustykkið. Hægt er að "loka" verkinu með þeim. Þegar vængir snúa beint út myndar hálfhringurinn eins og klósettsetuform út frá vængjum. Verkið er málað í gulum, bleikum, hvítum og bláum lit. Það er röndótt og rendur eru jafnbreiðar og rammarnir fjórir. 

Þetta aðfang er í Hönnunarsafni Íslands. Safnið á og geymir um 1100 muni, íslenska og erlenda. Frá því að það var stofnað árið 1998, hafa aðföng borist safninu með reglubundnum hætti. Stór hluti safneignarinnar eru gjafir en einnig reynir safnið eftir fremsta megni að kaupa inn þýðingarmikla muni fyrir sögu íslenskrar hönnunar. Safnið hefur skráð um 1100 muni í Sarp en nokkuð vantar upp á að þeirri skráningu sé lokið.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.