Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiFatageymsla, Fatakista, Hirsla, húsmunur, Hirsla, skráð e. hlutv., Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv., Skrautmálun

StaðurSilfrastaðir
ByggðaheitiBlönduhlíð
Sveitarfélag 1950Akrahreppur
Núv. sveitarfélagAkrahreppur* (ekki lengur núv. sveitarfél.)
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

NotandiSteingrímur Jónsson 1844-1935

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-226
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð94 x 49,5 x 50 cm
EfniFura, Járn, Málning/Litur
TækniTækni,Trésmíði,Geirnegling

Lýsing

Kista úr furu, geirnegld og trénegld, 49,5 x 94 cm og hæðin 50 cm. Lokið er kúpt og nær út fyrir kassann á alla vegu. Barmar strikheflaðir svo og handraða sem er til vinstri.

Kistan er svartmáluð og rauðir, bárudregnir bekkir á brúnum, miðju loki og framhlið, afmarkaðir með gulum strikum. Vinstra megin á framhliðinni er blómsveigur, grænn og rauður og innan í málað með rauðu: AG, og undir tölustafirnir 17 og hægra megin er samskonar sveigur með stöfunum NDF og undir tölustafirnir 66. Málning þessi er nýleg, svo sem sjá má þar sem kistan hefur orðið fyrir hnjaski og gæti kistan verið um 100 árum yngri en ártalið segir til um, því að hún sver sig í ætt þeirra kistna sem fluttar voru inn á síðustu öld, líklega flestar frá Noregi.

Kistan virðist hafa verið rauðleit áður. Lamir eru bognar og eigi gamlar, skrá og lykil vantar svo og lok á handraðann. Höldurnar eru ryðgaðar og víða hefur kvarnast úr kistunni, einkum botnbrúnum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.