LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJúlíus Axelsson 1937-2016

GreinTeiknun - Blýantsteikningar
Stærð15 x 21 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakFjara, Íbúðarhús, Pakkhús, Sjór
StaðurKaupangur
Annað staðarheitiBrákarbraut 11

Nánari upplýsingar

NúmerLb-749
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráListasafn Borgarness

EfniMahóní, Olíulitur, Pappír
AðferðTækni,Teikning

Lýsing

Borgarnes á upphafsárum bæjarins. Kaupangur (Suðurfrá) lengst til vinstri, byggt árið 1878. Pakkhúsið lengst til hægri, byggt 1886 eða 1889.

Teikning eftir Júlíus Axelsson. 

Júlíus (Júlli) Axelsson fæddist 12. september 1937 á Borg á Mýrum. Foreldrar hans voru Axel Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir.  Hann ólst upp hjá þeim að Þorsteinsgötu 19 í Borgarnesi. Móðir hans lést árið 1970 þá 63 ára gömul og bjuggu feðgarnir tveir saman eftir það á Þorsteinsgötunni. Eftir nám í barnaskóla vann Júlli ýmis verkamannastörf, m.a. hjá Borgarneshreppi og Loftorku. Síðar á starfsævinni vann hann í Fjöliðjunni við Kveldúlfsgötu. Júlli tók þátt í starfi nokkurra félaga í Borgarnesi, m.a. Verkalýðsfélagi Borgarness, Alþýðubandalaginu í Borgarnesi og nærsveitum og Íþróttafélaginu Kveldúlfi. Hann ferðaðist líka mikið, bæði innanlands og utan, m.a. til Grænlands og með Bændaferðum til Evrópulanda. Þá fór hann í bílferðir með föður sínum á Volkswagen bjöllu hans um Borgarfjarðarhérað og víðar. 

Júlli var mikill Borgnesingur og fylgdist grannt með öllum framkvæmdum í bænum sem hann skráði í dagbækur sínar. Skrif hans birtust í Kaupfélagsritinu sem Kaupfélag Borgfirðinga gaf út um tæpt þrjátíu ára skeið. Skráningar hans eru mikilvægar heimildir um uppbyggingu Borgarness á 20. öld.

Hann málaði líka myndir frá Borgarnesi og víðar og eru margar þeirra varðveittar í Safnahúsi samkvæmt því sem Júlli mælti fyrir um.

Nánari upplýsingar um Júlla má finna á http://safnahus.is/julius-axelsson/

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.