LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurMagnús Sigurðarson 1966-
VerkheitiThe Stranger V: El Vikingo, loss of an identity
Ártal2007

GreinLjósmyndun
Stærð155 x 122 cm
Eintak/Upplag2/3
EfnisinntakMaður, Sjálfsmynd, Strönd, Víkingur

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9144
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír
Aðferð Stafræn prentun
HöfundarétturMagnús Sigurðarson 1966-, Myndstef

Sýningartexti

Myndröðin The Stranger V. El Vikingo, loss of an identity samanstendur af níu ljósmyndum þar sem mikið farðaður listamaðurinn er í forgrunni í ýmsum stellingum, en í bakgrunni er sólarströnd og nærumhverfi hennar. Magnús Sigurðarson hefur um langt árabil búið við hitabeltisloftslag en er engu að síður melankólískur, norrænn listamaður sem leitar uppi aðstæður sem næra depurð og þunglyndi og varpa ljósi á það hversu utanveltu hann er á þessum framandi slóðum. Eins og oft er tilfellið gefur heitið ýmsar vísbendingar um þær hugmyndir sem búa að baki verkinu. Listamaðurinn segist sjálfur hafa fengið innblástur frá hinum franska rithöfundi Albert Camus,skáldsögunni Útlendingurinn frá 1942 sem heitir The Stranger á ensku.Undirtitill verksins er með spænsku ívafi til að minna á spænskar rætur Miami þar sem ljósmyndin er tekin, en minnir einnig á norrænan bakgrunn listamannsins og tilvistarlegar vangaveltur hans um hvort hægt sé að halda í uppruna sinn um leið og maður tengist nýju umhverfi.

 

The Stranger V. El Vikingo, loss of an identity is a series of nine photographs in which the artist, his face painted, is depicted in the foreground in a variety of poses against the background of a beach resort. Magnús Sigurðarson has lived for many years in a tropical climate, yet he remains a melancholic Nordic artist who seeks out situations that feed sadness and depression and throw light on his position as an outsider in this exotic setting. As is often the case, the title provides clues to the ideas that lie behind the image. The artist himself says that he was inspired by French author Albert Camus in his 1942 novel L’Etranger, translated into English as The Stranger or The Outsider. The subtitle of Magnús’ work, El Vikingo, has a Spanish flavour that references the Hispanic origins of Miami, where the photo is taken, while also highlighting the artist’s Nordic background and his existentialist reflections on whether it is possible to maintain bonds with one’s origins while fitting into a new environment.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.