LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiFlaska, Rauðvín

StaðurStraumfjörður
ByggðaheitiMýrar
Sveitarfélag 1950Álftaneshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla
LandÍsland

GefandiEysteinn Sveinbjörnsson 1929-2018

Nánari upplýsingar

Númer9452
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn Borgarfjarðar
Stærð30 x 7 cm
EfniGler
FinnandiEysteinn Sveinbjörnsson

Lýsing

Rauðvínsflaska úr Pourquoi Pas? Flaskan fannst við köfun niður að skipinu árið 1961. Það var Eysteinn Sveinbjörnsson kafari sem færði Byggðasafninu flöskuna árið 2010 og var þá liðin rétt tæp hálf öld frá því hún fannst. Eysteinn var í hópi sem leitaði skipsins við skerið Hnokka, um 25 árum eftir slysið. Eftir sex árangurslausar ferðir fannst skipið loks, í júlí 1961. Þessi flaska var meðal þess sem fannst við flakið. Rauðvínið í henni er upprunalegt, en tappinn er glataður og því var þessi aðfenginn.

Franska hafrannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst við skerið Hnokka við Straumfjörð á Mýrum í ofsaveðri sem gekk yfir landið þann 16. september árið 1936. 39 menn fórust, en aðeins einn úr áhöfninni - þriðji stýrimaðurinn, Eugene Gonidec, komst af.

Þessi gripur er til sýnis á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.