LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1951-1953
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn að Laugarvatni
ByggðaheitiLaugarvatn
Sveitarfélag 1950Laugardalshreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1937

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-90
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/20.11.2018
TækniTölvuskrift

(Upprunalegt skjal (svar) með skýringarmynd af skólasetrinu á Laugarvatni (loftmynd) er á innri vef Sarps.)

 

Minningar úr Héraðsskóla

Ég var í Laugarvatnsskóla tvo vetur, 1951 - 52 og 1952 - 53. Eftir 65 ár er ekki um auðugan garð að gresjsa þegar kemur að minningum frá þessum árum. Að loknu Landsprófi fór ég í Menntaskólann að Laugarvatni haustið 1953 og var þar næstu fjóra vetur. Þar urðu þó engin skörp skil, nemendabústaðurinn fyrsta veturinn var sá hinn sami sem ég hafði verið í fyrri veturinn í héraðsskólanum, mötuneyti var það sama og kennslan fór fram í sama húsnæði. Minningar frá menntaskólaárunum eru miklu ljósari en frá árunum í héraðsskólanum. Laugarvatn var skólasetur, þar voru einnig húsmæðraskóli og íþróttakennaraskóli auk barnaskóla sveitarinnar. Fáir sem ekki tengdust skólastarfi voru þá búsettir á staðnum.

Á þessum tíma var ekki um margt að velja fyrir unglinga í uppsveitum Árnessýslu þegar kom að námi eftir barnaskóla. Flestir fóru á Laugarvatn en fáeinir í Skógaskóla sem þá var nýlega stofnaður. Ég hafði búið mig undir að fara beint í 2. bekk á Laugarvatni með námi í bréfaskóla SÍS veturinn eftir að ég tók fullnaðarpróf ári á undan jafnöldrum mínum. (Á þessum tíma var ég ekki í foreldrahúsum en var til heimilis á venjulegu
sveitaheimili hjá föðurbróður mínum, konu hans og fóstursyni þeirra. Mamma var þar líka á sumrin en var matráðskona í Flúðaskóla á veturna. Faðir minn lést nokkrum árum áður.) Ég man ekki eftir kvíða eða sérstakri eftirvæntingu og man ekkert eftir brottförinni á Laugarvatn haustið 1951. Hef sjálfsagt farið með mjólkurbílnum niður á Selfoss og verið samferða jafnaldra mínum sem var að fara í 1. bekk á Laugarvatni. Þaðan áttum við að fara með Ólafi Ketilssyni sérleifishafa (Óla Ket) upp að Laugarvatni. Töluverð bið var eftir rútunni, ég beið á „ferðaskrifstofunni“ en hinn pilturinn fór til kunningjafólks á Selfossi. Þegar leið að brottför frá Selfossi var hann ókominn og ég var dauðhræddur um að hann myndi missa af rútunni (þess vegna man ég svo vel eftir þessu atviki). Ég sagði Ólafi frá honum en hann var snöggur upp á lagið að vanda og sagðist ekki bíða eftir neinum. Svo þegar kom að brottför var Ólafur allur annar og spurði hvar hann mundi vera þessi félagi minn. Hann var þá kominn og allt fór vel.

Ég hafði ekkert með mér að Laugarvatni nema nauðsynlegan fatnað, sængurföt, handklæði og þess háttar. Mig minnir að skólinn hafi byrjað upp úr mánaðamótum sept. / okt. Fyrri veturinn var skóla lokið undir lok apríl en um mánuði síðar seinni veturinn. (Þetta man ég auðvitað ekki en var svo heppinn að finna bæði prófskírteinin mín. Það fyrra heitir SKÍRTEINI UM / annars bekkjarpróf / FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUM / Á / LAUGARVATNI, dagsett 29. apríl 1952 en það seinna Skírteini um miðskólapróf, dagsett 30 maí 1953.) Jólafrí mun hafa verið um tvær vikur og páskafrí eitthvað svipað. Annars var eitthvert skólastarf alla daga nema sunnudaga. Ég fór ekki heim svo ég muni nema um jól og páska. Ekkert man ég eftir skólaslitum en hlakkaði til að komast heim að
loknum prófum og saknaði einskis. Á hinn bóginn var svo fremur tilhlökkun en kvíði þegar leið að skólatíma að haustinu.

Veturinn sem ég var í 2. bekk var systir mín í 3. bekk á Laugarvatni. Hún var þremur árum eldri en ég og hefur móður okkar e.t.v. þess vegna fremur þótt í lagi að ég færi þangað svo ungur en algengt var að unglingar í dreifbýlinu færu ekki í miðskóla fyrr en um 17 ára eða jafnvel eldri en það. Samskipti við fjölskyldu voru ekki mikil. Til þess að hringja heim hefði þurft að fara á símstöðina í Gamla skólanum og fá samband í gegnum símstöð í heimasveit. Einhver minni háttar bréfaviðskipti munu hafa verið en ég hef alltaf verið latur við bréfaskriftir. Heimsóknir voru nánast engar nema farið heim um jól og páska. Ég fann aldrei beinlínis til heimþrár en hlakkaði þó til að komast heim þegar skóla lauk að  vori. Helstu byggingar sem tilheyrðu skólanum sjást á loftmyndinni. Fyrri veturinn bjó ég í „Björkinni“, nemendabústaðnum efst á myndinni. Björkin var timburhús frá 1930 og vorum við fjórir saman í herbergi, ég 14 ára, einn 16 og tveir 17 ára. Annar þeirra var sveitungi minn og kunningi. (Hann og systir mín í 3. bekk voru að draga sig saman og gengu í hjónaband fáum árum seinna.) Ákveðið hafði verið fyrirfram að við yrðum herbergisfélagar. Annars held ég að tilviljun hafi oft ráðið hverjir lentu saman í herbergi ef engin tengsl höfðu verið áður. Seinni veturinn var ég í einum af hinum þremur bústöðunum sem voru steinhús byggð á árunum 1944 - 1948. Þá vorum við lengst af þrír saman í herbergi oftast voru fjórir í hverju herbergi. Engin snyrtiaðstaða var í herbergjunum, aðeins sameiginleg salerni með handlaugum. Húsbúnaður í herbergjunum voru „kojurnar“ efri og neðri þar sem sofið var og oft lesið þar í námsbókunum. Aðeins eitt lítið borð var í herberginu, einn eða tveir stólar og skápur fyrir fatnað og þess háttar. Engin rými fyrir samveru nemenda var í bústöðunum. Ég man ekki til þess að manni hafi fundist aðstaðan óullnægjandi. Kennaraíbúð var í öllum nemendabústöðunum, í þeim nýrri í sérstakri álmu með sér inngangi.

 

(Loftmynd af skólasetrinu. Helstu byggingar héraðsskólans upp úr 1950 merktar. Íþróttahús, sundlaug og smíðahús nú horfin. Nemendabústaðir
pilta, Íþróttahús og sundlaug, „Gamli skólinn“, „Nýi skólinn“, Skólastjórabústaður, Smíðahús.) 


Kennslustofurnar voru á neðri hæð Nýja skólans (neðst á loftmyndinni) og heimavist stúlkna þar á efri hæðinni. Þetta var nýlegt steinhús sem byggt var eftir að burstir eldra skólahússins brunnu sumarið 1947. Kennslustofurnar voru rúmgóðar og bjartar. Húsbúnaður var ekki annar en borð og stólar fyrir nemendur og svo kennarapúlt og krítartafla. Hver hafði sitt sæti sem ákvaðst af því hverjir vildu sitja saman Gönguleiðin frá
nemendabústöðunum upp í Nýja skóla var um 400 – 500 m.

Mötuneytið var í kjallara Gamla skólans. Morgunmatur var eftir fyrstu kennslustund ef ég man rétt. Svo var hádegismatur, miðdagskaffi og kvöldmatur. Ekki man ég lengd hvers matartíma en þeir hafa varla verið lengri en nauðsynlegt var. Mér fannst maturinn yfirleitt ekki slæmur en margir voru á öðru máli. Setið var við nokkur langborð í matsalnum, líklega 12 – 14 við hvert borð og hafði oftast hver sitt sæti. Aðalrétturinn var borinn fram á fati og byrjað á öðrum enda borðsins. Þá gat komið fyrir að þeir síðustu fengju mun lakari bita en hinir sem fyrstir gátu valið af fatinu. Þetta olli stundum talsverðri óánægju. Réttirnir voru auðvitað misjafnlega vinsælir, t.d. þóttu kjötbollur Eysteins bryta góðar. Til marks um það er eftifarandi vísa sem mun hafa orðið til eftir að menntaskólinn tók til starfa, en mötuneyti skólanna var sameiginlegt (er ekki viss um höfund):

Vinur vor Eysteinn vertu nú snar
Að veita okkur blessaðar bollurnar.
Eitt, tvö, þrjú, fjögur, átján föt, ekki veitir af.
Hver andskotinn, uppétnar!
Bjóðum vér lítið í bryta þann
sem brasar ei tuttugu og tvær á mann.

Á kvöldin var fært á herbergin, brauðsneið eða kex og mjólkurglas minnir mig. Skiptst var á um að sjá um það, herbergisfélagar þá saman. Svo kom fyrir að mjólk var tekin ófrjálsri hendi í mötuneytinu og hitað kakó í bústaðnum. Til þess var notað straujárn sem skorðað var með hitaflötinn upp en þetta mátti auðvitað ekki gera. Nemendur unnu í eldhúsinu til skiptis, í þriggja manna hópum minnir mig, hver hópur í fáein skipti yfir veturinn.

Þvottur nemenda var þveginn í þvottahúsi við hverina niður við vatn. Sama kona hafði haft þann starfa frá 1937. Ekki man hversu oft var þvegið, líklega ekki oftar en nauðsynlegt var. Ég man þó að oftar hefði mátt skipta um handklæði sem notuð voru eftir leikfimi og sund.

Kennsla var alla virka daga, þar með laugardaga til hádegis minnir mig. Öll kennsla var hefðbundin, tiltekið efni átti að læra heima fyrir hvern tíma og svo voru nemendur „teknir upp“ og kunnáttan prófuð. Í raungreinum var tekið upp að töflu en í öðrum greinum var yfirleitt verið í sæti sínu. Fyrri veturinn voru 10 bóklegar greinar, íslensk málfræði, ísl. skrifleg, danska, enska, saga, félagsfr., landafr., náttúrufr., eðlisfr., stærðfr. Verklegar greinar voru teiknun og handavinna, íþróttir voru sund og leikfimi. Aðaleinkunnir voru reiknaðar fyrir hvern þessara þriggja flokka og loks meðaleinkunn allra greina. Í handavinnu gátu piltar valið á milli smíða og bókbands. Ágæt aðstaða með góðum verkfærum var í smíðahúsinu niður við vatn og voru smíðaðir þar margir ágætir gripir. Frændi minn mjög lagtækur sem var á Laugarvatni nokkrum árum á undan mér smíðaði t.d. ágætt skrifborð. Í samanburði við hann var ég mesti klaufi og áræddi því miður ekki að fara í smíði en valdi bókbandið
sem kom mér aldrei að notum. Bókbandsáhöldin voru fremur frumstæð og árangurinn eftir því. Þeir sem lagnastir voru gátu þó skilað þokkalegu verki. Í bókbandinu voru fáeinir nemendur bæði piltar og stúlkur, en í smíðum eingöngu piltar held ég. Stúlkur voru flestar í hefðbundinni handavinnu kvenna.

Söngtímar voru hjá Þórði Kristleifssyni einu sinni til tvisvar í viku. Hann prófaði lagvísi nemenda þegar þeir byrjuðu í skólanum. Þeir sem dæmdust hæfir voru teknir í kór skólans en hinir voru ekki með. Sungið var fjórraddað og líklega hefur kórinn sungið við hátíðleg tækifæri þó ég muni það ekki sérstaklega nema við stofnun menntaskólans 12. apríl 1953.

Seinni veturinn var ég í landsprófsdeild. Landsprófsgreinarnar voru níu, þær sömu og bóklegu greinarnar fyrri veturinn að undanskyldri félagsfræði. Fyrir verklegar greinar og íþróttir voru gefnar einkunnir sem ekki reiknuðust til landsprófs. Þessar greinar voru teiknun, skrift og frágangur, leikfimi og sund. Bjarni skólastjóri var með kennarapróf í þróttum og sundi frá skóla í Danmörku og lagði áherslu á þær greinar þó að hann kenndi þær ekki sjálfur. Ágæt aðstaða var til þeirrar kennslu, góður íþróttasalur og sundlaug í sameiginlegri byggingu áfastri Gamla skólanum. „Rimlar“ voru á öðrum langvegg íþróttahússins, kaðlar niður úr lofti og svo dýnur „hestur“ og „kista“.Leikfimitímar munu hafa verið tveir í viku og amk. einn sundtími. Af boltaíþróttum var það helst blak, og svo var körfubolti að ryðja sér til rúms og mátti kallast „þjóðaríþrótt“ Laugvetninga eftir að menntaskólinn var stofnaður. Stöku sinnum mun hafa verið keppt í sundi og í stökkum án atrennu innan húss. Ég man þó ekki sérstaklega eftir því fyrr en í menntaskólanum. Lítið var um íþróttir utan húss yfir veturinn, helst þá skautaferðir á vatninu þegar það var mögulegt. Engum skipulögðum gönguferðum man ég eftir en algengt að gengið væri „inn í dal“ og þá oft aðeins tveir til þrír saman. Einu sinn gengum við tveir herbergisfélagar út á Kálfstinda sem er ekki undir 8,5 km hvor leið, þar með brattar skriður upp á tindinn. Svo var gamla gufubaðið niður við vatn sem talsvert var notuð. Þar var þokkaleg aðstaða með búningsklefum í austurenda smíðah (svo).

Ekkert sérstakt var haft fyrir stafni í frímínútum svo ég muni enda voru þær varla lengri en um 5 mín. á milli kennslustunda sem gátu verið nokkuð margar þegar kennt var fram að eftirmiðdagskaffi. Engin setustofa var í skólanum og ekkert slíkt rými fyrir samveru nemenda annað en salur í Nýja skólanum sem notaður var fyrir skipulagðar samkomur eins og fundi og skólaböll.

Allir urðu sjálfkrafa meðlimir nemendafélags sem t.d. stóð einstöku sinnum fyrir málfundum. Ég man aðeins eftir einum slíkum þar sem umræðuefnið var sjávarútvegur og landbúnaður, þ.e. hvort væri mikilvægara. Skoðanir voru skiptar og fóru að mestu eftir því hvort menn voru úr sveit eða sjávarplássi. Sjálfur tók ég aldrei þátt í umræðum og man ekki eftir neinni sérstakri áherslu á félagsstarf né þáttöku kennara í slíku. Líklega voru skólaböll stöku sinnum og árshátíð en eftir því man ég þó ekki. Neysla áfengis og tóbaks var stranglega bönnuð og munu flestir hafa farið eftir þeim reglum þó vafalaust hafi verið undantekningar. Endurtekin brot á áfengisbanni eða önnur alvarleg agabrot hefðu vafalaust þýtt brottvikningu úr skóla. Sterkari efni þekktust varla á þessun árum. Engar hömlur voru á heimsóknum á heimavistirnar nema að einhver tímamörk hafa sjálfsagt verið á kvöldin. Eftirlit var ekki mikið svo ég muni. Bjarni skólastjóri kom af og til í bústaðina til eftirlits en á því var engin sérstök regla.

Samskipti mín við kennara eða annað starfsfólk voru engin utan sjálfs skólastarfsins. Ég var óframfærinn og hafði ekki frumkvæði að neinum slíkum samskiptum. Samskipti mín við nemendur voru ekki heldur mikil nema við fáeina bekkjarfélaga. Aldursmunur nemenda hefur etv. haft einhver áhrif að þessu leyti. Ég held að dvölin í héraðsskólanum hafi haft fremur lítil áhrif til frambúðar. Ég eignaðist örfáa góða vini en helstu vinatengslin slitnuðu strax eftir skóla þar sem langt var á milli heimila. Varanlegt samband hélst aðeins við þau fáu sem héldu áfram í menntaskólanum eftir landspróf. Þó nokkur „kærustupör“ mynduðust innan skólans, einkum meðal þeirra sem voru í eldri kantinu, á aldrinum 17 – 20 ára eða þar um bil. Á þessum árum var kennt alveg til stúdentsprófs í héraðsskólanum, t.d. voru 6 nemendur í 7. bekk þegar ég var í 2. bekk og tóku þau stúdentspróf við MR um vorið. Aldursdreifing varð því mikil, frá 14 – 15 ára upp í nokkuð yfir tvítugt. Einhver sambönd urðu síðar að hjónaböndum eins og hjá herbergisfélaga mínum og systur minni sem bæði voru 17 ára, hún í 3.bekk en hann í 2. bekk. Ingibjörg Bergþórsdóttir frá Fljótstungu var í stúdentabekknum og orti hún brag um pörin í skólanum:

„Um kvennamenn og mannakonur í þeim skóla Laugarvatnsskóla“. Eina vísuna man ég:

Um þau Gunnu og Erling næst
orð mun nokkur tala,
áþekkt dæmi annað fæst
Óli skans og Vala.

Samlíkingin var ekki sanngjörn og hefur líklega fyrst og fremst komið til af því að hún var í efri bekk en hann. Þegar ég var í 3. bekk var einum í bekknum vísað úr skóla vegna þess sem kalla mætti „króniska skrópasótt“. Hann var ekki heill heilsu, líklega með hægfara botnlangabólgu eftir því sem seinna kom fram. Megn óánægja var innan bekkjarins með þessa ákvörðun skólastjóra og var því hótað að allir piltar bekkjarins færu ef hann yrði rekinn. Þessu stjórnaði foringi sem var elstur í bekknum og formaður skólafélagsins, orðinn 19 ára þegar hér var komið sögu, og varð það úr að allir fóru. Sem dæmi um hörkuna í þessu máli var að einhver í bekknum var hikandi við að fara og þá á bekkjarfélagi hans að hafa sagt: „J....[foringinn] drepur þig ef þú ferð ekki“. Þetta var haft eftir kennara sem sagðist hafa heyrt þetta samtal. Þetta var skömmu fyrir páskafrí og Bjarni skólastjóri bauð öllum að koma aftur og taka próf um vorið. Nokkrir komu aftur en meiri hlutinn ýmist hætti eða fór í annan skóla til prófs. Um þetta urðu nokkur blaðaskrif, t.d. skrifað foringinn tvær blaðagreinar til að réttlæta þessar aðgerðir. Ég vissi ekki til að einelti ætti sér stað í skólanum á þessum tíma en það breyttist þegar komið var í menntaskólann.

Engin tengsl urðu við skólafélaga eftir að skóla lauk nema við þá fáu sem héldu áfram í menntaskólanum og marga hef ég ekki séð síðan.


Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?
Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.
Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?
Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?
Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?
Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?
Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?
Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).
Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?
Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?
Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?
Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?
Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?
Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?
Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?
Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).
Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?
Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?
Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).
Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?
Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?
Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?
Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?
Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?
Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?
Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?
Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?
Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?
Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?
Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Minningar úr Héraðsskóla Ég var í Laugarvatnsskóla tvo vetur, 1951 - 52 og 1952 - 53. Eftir 65 ár er ekki um auðugan garð að gresjsaþegar kemur að minningum frá þessum árum. Að loknu Landsprófi fór ég í Menntaskólann að Laugarvatnihaustið 1953 og var þar næstu fjóra vetur. Þar urðu þó engin skörp skil, nemendabústaðurinn fyrsta veturinn varsá hinn sami sem ég hafði verið í fyrri veturinn í héraðsskólanum, mötuneyti var það sama og kennslan fór fram ísama húsnæði. Minningar frá menntaskólaárunum eru miklu ljósari en frá árunum í héraðsskólanum. Laugarvatn var skólasetur, þar voru einnig húsmæðraskóli og íþróttakennaraskóli auk barnaskóla sveitarinnar.Fáir sem ekki tengdust skólastarfi voru þá búsettir á staðnum. Á þessum tíma var ekki um margt að velja fyrir unglinga í uppsveitum Árnessýslu þegar kom að námi eftirbarnaskóla. Flestir fóru á Laugarvatn en fáeinir í Skógaskóla sem þá var nýlega stofnaður. Ég hafði búið migundir að fara beint í 2. bekk á Laugarvatni með námi í bréfaskóla SÍS veturinn eftir að ég tók fullnaðarpróf ári áundan jafnöldrum mínum. (Á þessum tíma var ég ekki í foreldrahúsum en var til heimilis á venjulegusveitaheimili hjá föðurbróður mínum, konu hans og fóstursyni þeirra. Mamma var þar líka á sumrin en varmatráðskona í Flúðaskóla á veturna. Faðir minn lést nokkrum árum áður.) Ég man ekki eftir kvíða eða sérstakrieftirvæntingu og man ekkert eftir brottförinni á Laugarvatn haustið 1951. Hef sjálfsagt farið með mjólkurbílnumniður á Selfoss og verið samferða jafnaldra mínum sem var að fara í 1. bekk á Laugarvatni. Þaðan áttum við aðfara með Ólafi Ketilssyni sérleifishafa (Óla Ket) upp að Laugarvatni. Töluverð bið var eftir rútunni, ég beið á„ferðaskrifstofunni“ en hinn pilturinn fór til kunningjafólks á Selfossi. Þegar leið að brottför frá Selfossi var hannókominn og ég var dauðhræddur um að hann myndi missa af rútunni (þess vegna man ég svo vel eftir þessuatviki). Ég sagði Ólafi frá honum en hann var snöggur upp á lagið að vanda og sagðist ekki bíða eftir neinum.Svo þegar kom að brottför var Ólafur allur annar og spurði hvar hann mundi vera þessi félagi minn. Hann var þákominn og allt fór vel. Ég hafði ekkert með mér að Laugarvatni nema nauðsynlegan fatnað, sængurföt, handklæði og þess háttar. Migminnir að skólinn hafi byrjað upp úr mánaðamótum sept. / okt. Fyrri veturinn var skóla lokið undir lok apríl enum mánuði síðar seinni veturinn. (Þetta man ég auðvitað ekki en var svo heppinn að finna bæði prófskírteininmín. Það fyrra heitir SKÍRTEINI UM / annars bekkjarpróf / FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUM / Á / LAUGARVATNI,dagsett 29. apríl 1952 en það seinna Skírteini um miðskólapróf, dagsett 30 maí 1953.) Jólafrí mun hafa veriðum tvær vikur og páskafrí eitthvað svipað. Annars var eitthvert skólastarf alla daga nema sunnudaga. Ég fór ekkiheim svo ég muni nema um jól og páska. Ekkert man ég eftir skólaslitum en hlakkaði til að komast heim aðloknum prófum og saknaði einskis. Á hinn bóginn var svo fremur tilhlökkun en kvíði þegar leið að skólatíma aðhaustinu. Veturinn sem ég var í 2. bekk var systir mín í 3. bekk á Laugarvatni. Hún var þremur árum eldri en ég og hefurmóður okkar e.t.v. þess vegna fremur þótt í lagi að ég færi þangað svo ungur en algengt var að unglingar ídreifbýlinu færu ekki í miðskóla fyrr en um 17 ára eða jafnvel eldri en það. Samskipti við fjölskyldu voru ekki mikil. Til þess að hringja heim hefði þurft að fara á símstöðina í Gamla skólanum og fá samband í gegnum símstöð í heimasveit. Einhver minni háttar bréfaviðskipti munu hafa verið en ég hef alltaf verið latur við bréfaskriftir. Heimsóknir voru nánast engar nema farið heim um jól og páska. Ég fann aldrei beinlínis til heimþrár en hlakkaði þó til að komast heim þegar skóla lauk að vori. Helstu byggingar sem tilheyrðu skólanum sjást á loftmyndinni. Fyrri veturinn bjó ég í „Björkinni“, nemendabústaðnum efst á myndinni. Björkin vartimburhús frá 1930 og vorum við fjórir saman í herbergi, ég 14 ára, einn 16 og tveir 17 ára. Annar þeirra var sveitungi minn og kunningi. (Hann og systir mín í 3. bekk voru að draga sig saman og gengu í hjónaband fáum árum seinna.) Ákveðið hafði verið fyrirfram að við yrðum herbergisfélagar. Annars held ég að tilviljun hafi oft ráðið hverjir lentu saman í herbergi ef engin tengsl höfðu verið áður. Seinniveturinn var ég í einum af hinum þremur bústöðunum sem voru steinhús byggð á árunum 1944 - 1948. Þávorum við lengst af þrír saman í herbergi en oftast voru fjórir í hverju herbergi. Engin snyrtiaðstaða var íherbergjunum, aðeins sameiginleg salerni með handlaugum. Húsbúnaður í herbergjunum voru „kojurnar“ efri ogneðri þar sem sofið var og oft lesið þar í námsbókunum. Aðeins eitt lítið borð var í herberginu, einn eða tveirstólar og skápur fyrir fatnað og þess háttar. Engin rými fyrir samveru nemenda var í bústöðunum. Ég man ekki tilþess að manni hafi fundist aðstaðan ófullnægjandi. Kennaraíbúð var í öllum nemendabústöðunum, í þeim nýrri ísérstakri álmu með sér inngangi. Kennslustofurnar voru á neðri hæð Nýja skólans (neðst á loftmyndinni) og heimavist stúlkna þar á efri hæðinni.Þetta var nýlegt steinhús sem byggt var eftir að burstir eldra skólahússins brunnu sumarið 1947.Kennslustofurnar voru rúmgóðar og bjartar. Húsbúnaður var ekki annar en borð og stólar fyrir nemendur og svokennarapúlt og krítartafla. Hver hafði sitt sæti sem ákvaðst af því hverjir vildu sitja saman Gönguleiðin fránemendabústöðunum upp í Nýja skóla var um 400 – 500 m. Mötuneytið var í kjallara Gamla skólans. Morgunmatur var eftir fyrstu kennslustund ef ég man rétt. Svo varhádegismatur, miðdagskaffi og kvöldmatur. Ekki man ég lengd hvers matartíma en þeir hafa varla verið lengri ennauðsynlegt var. Mér fannst maturinn yfirleitt ekki slæmur en margir voru á öðru máli. Setið var við nokkurlangborð í matsalnum, líklega 12 – 14 við hvert borð og hafði oftast hver sitt sæti. Aðalrétturinn var borinn framá fati og byrjað á öðrum enda borðsins. Þá gat komið fyrir að þeir síðustu fengju mun lakari bita en hinir semfyrstir gátu valið af fatinu. Þetta olli stundum talsverðri óánægju. Réttirnir voru auðvitað misjafnlega vinsælir,t.d. þóttu kjötbollur Eysteins bryta góðar. Til marks um það er eftifarandi vísa sem mun hafa orðið til eftir aðmenntaskólinn tók til starfa, en mötuneyti skólanna var sameiginlegt (er ekki viss um höfund): Vinur vor Eysteinn vertu nú snarAð veita okkur blessaðar bollurnar.Eitt, tvö, þrjú, fjögur, átján föt, ekki veitir af.Hver andskotinn, uppétnar!Bjóðum vér lítið í bryta þannsem brasar ei tuttugu og tvær á mann. Á kvöldin var fært á herbergin, brauðsneið eða kex og mjólkurglas minnir mig. Skiptst var á um að sjá um það,herbergisfélagar þá saman. Svo kom fyrir að mjólk var tekin ófrjálsri hendi í mötuneytinu og hitað kakó íbústaðnum. Til þess var notað straujárn sem skorðað var með hitaflötinn upp en þetta mátti auðvitað ekki gera.Nemendur unnu í eldhúsinu til skiptis, í þriggja manna hópum minnir mig, hver hópur í fáein skipti yfir veturinn.Þvottur nemenda var þveginn í þvottahúsi við hverina niður við vatn. Sama kona hafði haft þann starfa frá 1937.Ekki man hversu oft var þvegið, líklega ekki oftar en nauðsynlegt var. Ég man þó að oftar hefði mátt skipta umhandklæði sem notuð voru eftir leikfimi og sund. Kennsla var alla virka daga, þar með laugardaga til hádegis minnir mig. Öll kennsla var hefðbundin, tiltekið efniátti að læra heima fyrir hvern tíma og svo voru nemendur „teknir upp“ og kunnáttan prófuð.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana