LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1960-1962
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn á Núpi
Annað staðarheitiNúpur/Héraðsskóli
ByggðaheitiDýrafjörður
Sveitarfélag 1950Mýrahreppur V-Ís.
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1947

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-88
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið20.11.2018/20.11.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Heimili (sveitarfélag) meðan á námi stóð:  Suðureyrarhreppur, Súgandafirði. Núpur í Dýrafirði – 1960-1962. Ég ætlaði alltaf að fara í menntaskóla eins og pabbi og eldri bróðir minn. Ekki var völ á öðru námi en til barnaprófs  (skyldunámið þá ) í heimahéraði og Núpur var eini heimavistarskólinn sem var tiltölulega nálægt heimilinu og útskrifaði nemendur með landspróf. Auk þess fóru mjög margir unglingar þangað frá Súgandafirði svo það var eiginlega það eina sem kom til greina  í mínu tilviki.  Ég var þarna í tvö skólaár og í frásögnum mínum hér að neðan er ég svolítið að flakka á milli þessara tímabila, þó ég haldi þeim í aðalatriðum aðskildum enda upplifði ég margt öðruvísi seinna árið, orðin árinu eldri.  


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Ég var aðeins á tólfta ári þegar ég lauk barnaprófi en var að sjálfsögðu of ung til að fara að heiman í skóla. Faðir minn, sem var prestur og reynslumikill kennari, kenndi mér og tveimur öðrum stúlkum heima skólaárið 1959-1960. Við fengum þar góðan undirbúning í tungumálum og stærðfræði. Haustið 1960, ári fyrir ferminguna, var talið að ég væri tilbúin til að fara á heimavistarskóla. Ég var frekar lítil og óþroskuð á þessum tíma en hlakkaði til að komast í annað umhverfi ásamt vinkonum mínum. Núpur hafði líka mjög gott orð á sér fyrir skemmtilegt félagslíf en strangan aga. Það var heilmikið sem þurfti að undirbúa, bæði að sauma heppileg föt, yst sem innst , útvega helstu bækur og útbúa kassa með ýmsu snarli til að hafa milli mála. Algengast var að krakkar tækju með sér harðfisk, kremkex, smákökur, súkkulaði og djús sem við kölluðum ASIS. Mér fannst ekki erfitt að kveðja foreldra mína og yngri bræður, fannst spennandi að fara í nýtt umhverfi og reyna mig í nýjum skóla. Ég vissi líka að ég var vel undirbúin hvað varðaði námið og var auk þess nokkuð góð í íþróttum sem var lögð mikil áhersla á í skólanum. Við sem vorum að fara í fyrsta sinn vissum að við kæmum ekki heim fyrr en í jólafríinu, þannig að við bjuggum okkur undir þriggja mánaða fjarveru frá fjölskyldum okkar. Flest vorum við að fara að heiman í fyrsta sinn í svo langan tíma. En ég man að ég hlakkaði til en bar smá kvíða í brjósti fyrir því óþekkta.  


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Ég tók með mér ný föt til skiptanna, aðalllega síðbuxur og peysur en líka nælonsokka, pils og kjól. Svo  þurfti auðvitað rúmföt og rúmteppi, hárgreiðu, bursta, tannkrem og tannbursta, sjampo og sápu í lítilli snyrtitösku. Þetta var þó  ekki  nema í eina frekar litla ferðatösku. Líka hafði ég með töluvert af þeim bókum sem notaðar voru bæði fyrsta  og annað árið á Núpi. Ég átti engin tæki fyrra árið, enda ennþá ófermd, en líklega tók ég með mér einhverja hluti sem voru mér kærir. Seinna árið hafði ég m.a. með mér stóra mynd af eldri bróður mínum, mjög fallegum pilti, sem mér fannst mjög vænt um og leit mikið upp til. Hafði hana í hillu í herberginu til að stelpurnar gætu dáðst að honum.  Hann hafði verið á Núpi sex árum áður en var um þetta leyti búinn að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Ferðaútvarp fékk ég svo í fermingargjöf vorið eftir fyrra árið og hafði það með mér seinna árið á Núpi. Ekki voru komin kassettutæki á þessum árum en skólinn átti segulbandstæki (stálþráð) sem var notaður til að spila vinsæl lög á sunnudagsböllunum og einstaka nemandi átti slíkt tæki og  leyfði öðrum að hlusta á tónlist með sér.  


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Ég hlakkaði mikið til, var full eftirvæntingar. Mér fannst spennandi að vera að fara að heiman og fá að ráða mér sjálf! Ég man ekki eftir miklum kvíða enda vorum við mörg saman þarna, unglingarnir frá Súgandafirði  sem þekktumst vel og þau eldri létu sér annt um þau yngri. Ég held að við frá Súgandafirði höfum farið saman í lítilli rútu þar sem enn var fært yfir heiðar í það skiptið.  


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Skólahaldið hófst undir miðjan október og því lauk í seinni hluta apríl fyrra árið en í byrjun júní seinna árið í landsprófsdeild. Jólafrí var  u.þ.b. hálfur mánuður bæði árin. Páskafrí var fyrra árið nógu langt til að við kæmumst heim en síðara árið var páskafríið notað til að lesa og búa sig undir landsprófin. Skólalok fyrra árið voru ekki mjög formleg, fengum þó einkunnablöð og eitthvað gott með kaffinu. Seinna árið voru formlegri skólalok hjá landsprófsdeild, sem var nokkuð lengur í skólanum en aðrar deildir. Þá var formleg lokaútskriftarathöfn og dansleikur um kvöldið. Daginn eftir skildu leiðir.  


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Skólalokum fyrra árið fylgdu ekki miklar tilfinningar, við höfðum tiltölulega nýlega farið heim í páskafrí og einnig vissum við að við myndum líklega hitta skólafélaagana aftur um haustið. Seinna árið fórum við í landsprófsdeildinni ekki heim í páskafrí – heldur var tíminn notaður til að rifja upp allt námsefnið til landsprófs og byrja próflesturinn. Við litum þó upp úr lestrinum og fórum á skíði á Gemlufallsheiði á páskadag í sólskini og góðu veðri og vorum á fjallinu fram eftir degi.  Ég man að ég var orðin langeyg eftir því að hitta fólkið mitt sem ég hafði ekki séð í hálft ár, ekki frá því í janúarbyrjun og fram í júníbyrjun. Einnig vorum við orðin mjög þreytt eftir fimm mánaða innilokun og stíft nám. Á hinn bóginn var beinlínis mikil sorg að vera að skiljast við góða vini og félaga. Það var mikið grátið og faðmast síðasta daginn. Ég hef hvorki fyrr né síðar tekið þátt í jafn miklum hópgráti. Við kveiktum bál og brenndum þær kennslubækur sem okkur þótti minnst vænt um, horfðum í logana og grétum. Við skynjuðum svo sterkt að við vorum að skiljast við góða vini sem höfðu þraukað saman í tvo vetur í blíðu og stríðu og áttum kannski ekki eftir að sjá aftur. Þegar  svo einn piltanna henti skónum sínum á bálið upphófst óstöðvandi grátkór, við gátum ekki hætt. Kannski vorum við um leið að gráta ýmislegt annað sem var innibyrgt. Þetta varð táknrænt , nú gengjum við nýjar leiðir. Það var gott að koma heim í faðm fjölskyldunnar aftur, fara að vinna í frystihúsinu og búa sig undir allt annars konar líf í annars konar heimavistarskóla. Það varð svo þannig að þó ég nyti mín almennt vel á Núpi gat ég ekki hugsað mér að koma á staðinn í mörg ár á eftir og harðneitaði að fara með foreldrum mínum þangað í bíltúr þegar það bauðst.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Samskipti við fjölskyldu voru ekki mikil á nútíma mælikvarða. Við skrifuðum sendibréf sem voru gjarnan full af beiðnum um að senda harðfisk, tómatssósu (til að hafa með fiskinum) djús og kex. Ég les þau stundum yfir til að rifja upp þessa tíma. En það kemur hvergi fram í þeim að mér leiðist beinlínis en undir vorið seinna árið “er ég orðin hundleið á þessum stöðuga lærdómi!”. Sími var ekki í skólanum en á skólastaðnum var gamaldags símstöð þar sem hægt var að panta símtöl heim eða maður fékk kvaðningu um að það biði símtal að heiman. Síminn var fyrst og fremst notaður ef það voru einhverjar bráðafréttir eða skilaboð. Kannski svona tvisvar á misseri. Ég man t.d. eftir símtali  við pabba með fréttum um að afi væri dáinn. Heimsóknir voru mjög fátíðar, enda voru þessar þrjár heiðar, sem skildu heimili mitt að frá skólanum, yfirleitt ófærar og  lokaðar frá hausti og fram á sumar! Man þó eftir einni heimsókn síðara árið í maí því þá opnuðust heiðarnar óvenju snemma. Ég man líka að heimsóknin hafði ekki endilega góð áhrif, við vorum í  miðjum prófum og hún vakti upp heimþrá sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. En það var þá líka orðið stutt í skólalok.  


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Einstaka sinnum fann ég fyrir söknuði, aðallega fyrra árið. En ég fékk kærleiksrík bréf og pakka með góðgæti og snyrtivörum o.fl. Ég var alin upp við að vera sjálfstæð og sjálfri mér nóg og æmti því ekki. Einnig var skóladagskráin með kennslu, lestímum og félagslífi svo þétt að varla var tími til að láta sér leiðast. Mér fannst spennandi að kynnast nýju fólki víða að af landinu og eignast nýja vini. Við Súgfirðingarnir héldum líka vel saman og hjálpuðums að ef leiði gerði vart við sig. En stundum heyrðist grátur á vistinni úr herbergjum svo einhverjir voru leiðir annað slagið.  


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Húsakynni skólans voru á margan hátt skemmtileg en máttu muna sinn fífil fegri. Þarna var ágætur íþróttasalur með góðum tækjum og áhorfendastúku, lítil sundlaug og stór kennslustofa sem kölluð var Senan. Í henni var dansað á sunnudögum og haldnir málfundir. En gamla skólahúsið var komið í þörf fyrir mikið viðhald og endurnýjun. Heimavistin fyrir stúlkurnar var á efstu hæð í gamla skólahúsinu, yfir kennslustofum og íþróttasal. Hún var orðin mjög illa farin á mínum tíma þarna og leki og raki olli vandamálum í sumum herbergjum. Hreinlætisaðstaða var bágborin og oft kalt í herbergjum. Kosturinn við að vera á gömlu vistinni var að þurfa ekki að fara nema niður stigann til að komast í skólann og niður annan stiga til að komast í matsal! Svo var sundlaugin í kjallaranum og þangað fengum við stúlkurnar að fara stundum á kvöldin eftir lestíma. Heimavist fyrir strákana var í nýlegu húsi vestan við skólahúsið. Þessu öllu er lýst nokkuð ítarlega í nýútkominni sögu Núpsskóla eftir Aðalstein Eiríksson.  


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Fyrra árið var ég í svokallaðri yngri deild sem var eiginlega 1. og 2. bekkur gagnfræðaskóla steypt saman.  Það ár vorum við rúmlega 50 í þeirri deild og vorum í stórri skólastofu sem var kölluð “Senan”. Hún var stór og hægt var að opna hana út í íþróttasalinn og nýta sem leiksvið eða til annarra félagsstarfa.  Þetta árið vorum við svo mörg að útbúin voru sérstök borð á búkkum sem við sátum við. Fljótt kom í ljós að þetta var ekki gott fyrirkomulag og var hópnum skipt í tvennt eftir getu og sá minni hluti hópsins (ígildi 2. bekks) sem talið var líklegt að færi áfram í landspróf fékk aðstöðu í kjallara í þröngu herbergi sem áður hafði verið húsnæði starfsmanns skólans. Ég man ekki mikið eftir tímum þar en þó var það þannig að það var farið mun hraðar yfir námsefni og miklu meiri ró var í hópnum. Eftir áramót fjölgaði svo í hópnum og fékk hann þá betri aðstöðu. Seinna árið, landsprófsárið, vorum við í kennslustofu 1 þar sem skólabjallan var staðsett og sneri fram á hlaðið. Hún var tengd annarri  stærri kennslustofu með skilrúmi sem hægt var að taka niður eða fella saman. Þar var gagnfræðadeildin. Það heyrðist nokkuð á milli, sérstaklega þegar kennarar brýndu raustina! Við sátum nokkuð þröngt en húsgögnin voru ágæt og kennslugögn,  eins og landakort, kvikmyndatjald og tafla voru í góðu lagi. Kennarar stóðu á palli fremst í stofunni og nemendur í þéttum röðum aftan við. Ég man enn hvað gott var að komast fram á gang eða út í frímínútum og hreyfa sig. Stundum fékk hreyfiþörfin og e.t.v. vaknandi kynhvöt útrás í gangaslag  í frímínútum þar sem strákar og stelpur slógust!


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Það var mjög misjafnt hve margar voru saman í herbergi. Þær stúlkur sem voru í landsprófsdeild fengu yfirleitt bestu tveggja manna herbergin sem sneru fram á hlaðið. Aðrar voru ýmist 4 eða 6 saman í herbergi. Ég var fyrra árið í sæmilega stóru herbergi sem hét “Sameinuðu þjóðirnar" fyrir 6  með vinlonu minni. Það var með rúmstæði fyrir 6 í þremur kojum en þætti varla boðlegt nema fyrir tvo í dag! (..Vantar í ...) (... Vantar í ...) ... að við sex lentum saman en við voru þrjár frá Súgandafirði ein frá Súðavík og tvær af Suðurnesjum. Allar nema ein í yngri deild. Ein var í gangfræðadeild.   Síðara árið í landprófsdeild var ég í tveggja manna herbergi  sem kallaðist “Fyrirheitna landið” með vinkonu minni sem hafði líka verið með mér í sex manna herberginu árið áður.  


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Lífið í “Sameinuðu þjóðunum” var oft erfitt. Sex kröftugar stúlkur í einu herbergi, þar sem aðeins var hægt að opna einn lítinn glugga sem sneri út í port, getur verið snúin tilvera. Það voru aðeins tveir þröngir fataskápar þar sem hægt var að hengja upp föt, engin hilla og aðeins eitt borð. Það var því lítið pláss fyrir persónulega muni. Allt annað sem við höfðum meðferðis en upphengjanleg föt var geymt í ferðatösku undir rúmi eða undir koddanum. Við gátum þó aðeins hengt upp á veggi fyrir ofan kojurnar okkar.  Þegar ég les yfir minningabækur frá þessum tíma sé ég að oft höfum við verið með læti og stríðni hver við aðra og ekki alltaf í góðu. Sálfræðin hefur trúlega skýringar á því. En oftast stóðum við saman um að gera lífið bærilegt. Til dæmis þegar kom upp leki og flæddi um gólfið þannig að ferðatöskurnar undir rúminu blotnuðu og mygluðu og allt sem í þeim var. Eða ef einhver veiktist eða fékk slæmar fréttir að heiman. Þá stóðum við saman og hlúðum hver að annarri. Ég veiktist þrisvar af flensu þennan vetur, fékk ör og hvað það var oft gaman. Segi ekki meir!"aðir  samverufundir þar sem 8-12 mæta og eiga notalega stund saman. Ynnu verkefni bæðáð (?) svo kallað var á lækni í síðsta skiptið og  lá lengi.   Seinna árið var ég í tveggja manna herbergi, mun rýmra skápapláss, smá hilla eitt borð og tveir stólar en aðeins pláss fyrir eitt rúm á tveimur hæðum, koju. Við gátum hengt upp einn lítinn spegil. Ferðataskan undir rúminu var samt líka notuð sem hirsla.   Það var sameiginleg snyrtiaðstaða fyrir alla kvennavistina, líklega fjögur klósett og nokkrir vaskar. Það var stundum bið eftir að komast að vaski til að þvo sér og bursta tennur á mognana og kvöldin man ég. Ég man lítið eftir klósettunum, hef líklega kosið að gleyma þeim! Engar sturtur voru á kvennavistinni en þar sem við fórum oft í viku í leikfimi og sund þá höfðum við sæmilega hreinlætisaðstöðu þar og fórum oft í bað. Einnig fengum við á kvennavistinni stundum að fara í sund á kvöldin þar sem sundlaugin var í kjallara hússins og fengum við þar kærkomið kvöldbað.   Heimavistin var harðlokuð utanaðkomandi,  öllum nema umsjónarmanni úr hópi kennara. Enda ekkert pláss fyrir gesti eða gangandi. Hún var fyrst og fremst svefnstaður okkar og geymslustaður fyrir fátæklega muni okkar.  


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Yfirleitt vorum við í sömu stofu og sætum í öllum bóklegum tímum.  Yngri deildin var fyrsta mánuðinn eða svo í sömu stofu en eftir það var hópnum skipt og annar hluti hans fór í aðra stofu. Þar með breyttist sætaröð og sætisfélagar urðu aðrir. Að öðru leyti sátum við á sama stað bæði í kennslustundum og svo lestímunum.  Annað átti að sjálfsögðu við í leikfimi og handavinnu. En það var alls staðar mikill agi og kröfur um að sinna náminu og líklega hefur verið nauðsynlegt að vera sem mest á sama stað til að kennarar hefðu yfirsýn og taumhald. Það var aðeins frjálslegra með sætaröð í matsal þar sem við sátum á löngum trébekkjum við nokkur langborð og urðum að raða okkur í sæti eftir því sem við komum inn en kennari stóð yfir okkur og stýrði borðhaldinu. Við byrjuðum á því að standa við borðið þegar við vorum búin að raða okkur inn í bekkina og settumst þegar kennari gaf merki um það. Við máttum ekki tala í borðsal, við sátum þröngt á trébekkjunum og urðum að einbeita okkur að því að borða með handleggi fastklemmda með síðum.  Það voru fyrst og fremst mikil þrengsli sem sköpuðu þessar aðferðir  og svo auðvitað leiðir til að hafa stjórn á þessum fjölda kraftmikilla unglinga og passa upp á að allir fengju sitt. Ég man eftir tveimur skiptum þó þegar brutust út óeirðir í kaffitímanum. Einhver kastaði kökubita þver yfir matsalinn og fleiri svöruðu í sömu mynt og samstundis braust út alls herjar matarslagur. Skólastjórinn var sóttur og kom reglu á aftur. Upphafsliðið fék áminningu og var skikkað til að þrífa eftir þetta. Málið var líka tekið fyrir á “húslestri” sunnudaginn á eftir.  


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Engar setustofur voru á heimavistum þar sem hvert rými var notað fyrir svefnaðstöðu nemenda. En önnur rými í skólahúsinu nýttust vel fyrir ýmis konar félagslíf. Sameiginleg rými voru aðallega þrenns konar: Kennslustofur, íþróttaaðstaða og matsalur. Eftir að kennslu lauk síðdegis og stundum á kvöldin voru kennslustofur notaðar til ýmissa félagsstarfa, sérstaklega þegar var verið að undibúa hátíðir skólans. Þær voru einnig notaðar fyrir heimanám nemenda, svokalllaða lestíma þar sem kennari sat yfir og tryggði vinnufrið og aðstoðaði eftir föngum. Stóra kennslustofan, Senan, var mikið notuð á sunnudögum til félagsstarfa. Þar voru svokallaðir húslestrar sem skólastjóri hélt um ýmis málefni nemenda og skólans. Þangað mættu allir nemendur. Að loknum húslestri voru þaf haldnir málfundir aðra hvora helgi og skemmtun aðra hvora helgi. Eftir það var dansleikur á hverjum sunnudegi til klukkan 8 en þá var kvöldmatur. Flestar helgar voru líka íþróttakeppnir þar sem flestir nemendur mættu, ýmist til að keppa eða horfa á. Í íþróttasalnum var áhorfendastúka sem tengdist Senunni sem gaf góða yfirsýn yfir það sem fram fór. Sundlaugin var lítil og lítið pláss fyrir áhorfedur en þar fóru samt fram keppnir einstaka sinnum. Útivist og gönguferðir um fallegt umhverfið voru mikið nýttar. Þar blómstraði líka rómantíkin. Úr minningabók: “Mundu allar gönguferðirnar sem við fórum í og hvað það var oft gaman. Segi ekki meir!”


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Eftirfarandi upplýsingar skrifaði ég móður minni í fyrsta bréfinu um matmálstíma fyrra árið í yngri deild: Sex daga vikunnar er morgunmatur eftir fyrstu kennslustund kl.  9.20, í tuttugu mínútur, hádegisverður um klukkan 12.30  síðdegishressing 15.30 og kvöldmatur kl. 20. Kvöldmjólkin kemur svo á vistirnar kl. 22. Stundum þarf að tvísetja í borðsal og þá eru tvær tímasetningar, en eldri deildirnar eru alltaf í fyrra hollinu.  


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Mér fannst maturinn góður, hvergi kemur fram í bréfum mínum og minni  mínu annað en að hann hafi verið hollur og góður. Í bréfi sem ég sendi móður minni síðara árið vorum við landsprófsnemendur í skólanum yfir páskana og þá tíunda ég mjög nákvæmlega matseðilinn! Eins og tíðkaðist á þessum árum var lítið um grænmeti og ávexti í mataræðinu, það var fyrst og fremst kartöflur, rófur og laukur með aðalréttum og þurrkaðir ávextir, rabbabarasulta og berjasaft í ávaxtagrauta og súpur. Kraftsúpur voru töluvert oft á matseðlinum. Morgunmatur var hafragrautur með lýsi. Hádegisverðurinn var yfirleitt vel úti látinn og góður fyrir þá sem ekki voru matvandir. Það var mikið um nýjan fisk, bæði soðinn og steiktan. Með soðnum fiski var mörflot að vestfirskum sið en einnig önnur feiti. Sá siður komst á að sumir nemendur höfðu með sér tómatsósu að heiman til að hafa út á fiskinn til bragðbætis. Þá merktum við flöskurnar sem við áttum sjálf og geymdar voru í borðstofunni og tókum þær með okkur að borðinu. Einnig var stundum saltkjöt eða kjötsúpa. En fastur liður í hverri viku var réttur sem kallaður var “Hassí” nokkur konar kjöthakksréttur með töluvert miklu kryddi. Mér fannst hann góður en hann fékk misjafnar móttökur hjá nemendum. Ekki veit ég nákvæmlega hvað var í honum en einhvers konar stórgripakjöt var trúlega uppistaðan. Alltaf var súpa eða grautur í eftirmat. Á sunnudögum fengum við oft þríréttað. Kraftsúpa fyrst, svo steikt kjöt með brúnuðum kartöflum, sósu og baunum. Í eftirrétt fengum við svo oft ýmiskonar búðinga með bragðgóðum sósum eða ávaxtagraut með rjómablandi. Í tengslum við hátíðir var vandað sérstaklega til matarins. Kvöldmaturinn var oft súpa og brauð og þar sem reynt var að nýta matvælin til hins ýtrasta var oft eitthvað gert úr afgöngum. Stundum var í boði réttur sem við kölluðum “járnbrautarslys” þar sem steiktir voru saman ýmsir afgangar og gjarnan spæld egg með. Kaffibrauð var bæði sætt og ósætt. Þar sem bakarí var á staðnum fengum við alltaf nýtt og gott brauð, aðallega franskbrauð. Eftirmiðdagshressing var oft brauð og ostur og svo sætt brauð, s. s. kleinur, kökur með rabarbarasultu, jólakökur. Á kvöldin að loknum lestíma, kl. 10, fengum við kvöldmjólkina og smávegis af kökum eða kexi með inn á vistirnar. Mikilli kolvetnaþörf var þó ekki alltaf svalað til fulls í mötuneytinu en þá gátum við farið út í bakarí og sníkt nýbökuð heil franskbrauð sem við mauluðum saman á herbergjum, eintóm og drukkum með djús sem við blönduðum vatni og  kölluðum Asis. Hann fengum við sendan að heiman ásamt tómatssósu, sælgæti, harðfiski og ýmsu fleira.   Í þeirri stífu dagskrá sem var alla daga með lestrartörnum og mikilli hreyfingu þess á milli voru matmálstímar kærkomin stund. Bæði vorum við alltaf orðin svöng og þreytt þegar kom að máltíðum en einnig var annar taktur í lífinu í borðstofunni en í skólastofum þó að máltíðinni væri stýrt og aga haldið. Þá notuðum við tækifærið okkur til skemmtunar til að velta fyrir okkur hverjir væru matvandir og hvernig matarsiðir ýmissa  nemenda væru. Það var svo tilefni umræðna og eftirhermu þegar upp á herbergi var komið.  Man líka eftir miklum samskiptum og fjöri sem skapaðist fyrir utan borðstofuna og úti á hlaði þegar við slepptum okkur lausum eftir að hafa haldið aftur af okkur undir máltíðinni.  


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Okkur var skipt niður í borðstofu- og eldhúsflokka sem aðstoðuðu við að bera á borð og aðstoða við uppvask í eldhúsi einn dag í senn. Þeir sem voru í borðsal (3-4) fengu að borða þegar aðrir voru farnir.  Þeir sáu um að leggja á borð og bera fram matinn og vatnið en einnig um að taka diskastaflana af borðsendunum og þrífa borðin í borðsal að lokinni máltíð. Eldhúsflokkarnir fóru í eldhúsið eftir borðhaldið til að aðstoða við að þvo og þurrka upp leirtauið, ganga frá því og fleira tilfallandi. Allt var þvegið í höndum. Við vorum látin hraða okkur við þessa vinnu í eldhúsinu en það var látið óátalið þó við kæmum aðeins of seint í tíma þá daga sem við sinntum þessari skyldu. Við vorum í sömu flokkum allan veturinn og röðin kom að okkur á nokkurra vikna fresti. Við sáum að sjálfsögðu um að halda herbergjum okkar hreinum og  einnig voru, einu sinni á hverri önn, stórhreingerningar þar sem allt var borið út hlað og viðrað og sótthreinsað á hverju misseri þegar hentugt verður kom til þess. Einnig þrifum við sturtur og búningsklefa og annað eftir notkun. Stólaröðun og húsgagnatilfærslur sáu nemendur líka um þegar þess þurfti.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Það var nokkuð vel búið þvottahús í kjallara nýja heimavistarhússins. Þar var líka á sömu hæð bakarí sem sá um allan brauðbakstur fyrir skólann. Íbúð skólastjóra var á efri hæð yfir bakarínu og þvottahúsinu. Nemendur merktu öll sín föt, bæði nærföt, ytri föt og rúmföt með númerum. Ullarpeysur og viðkvæm föt sáum við sjálf um að hirða.  Aðra hvora viku fórum við með fatapokann í þvottahúsið og náðum svo í þvottinn nokkrum dögum seinna. Stelpurnar aðra vikuna og strákarnir hina vikuna. Þannig að þvegið var og straujað af hverjum nemanda á hálfsmánaðar fresti. Þar sem bakaríið og þvottahúsið voru á sömu hæð fengum við oft fatapakkann ilmandi af bökunarlykt. Að fara að sofa í nýþvegnum rúmfötum með bökunarlykt var ákaflega notalegt og þetta var hreinlætislykt í okkar augum (nefi).  


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

Það var kennt sex daga í viku fullan skóladag  og svo bættust við það formlegir lestímar með námsaðstoð. Mig minnir að síðdegislestíminn hafi verið styttri og kvöldlestíminn hafi ekki verið á laugardögum. Þá var almennur þrifadagur, bæði á herbergjum og öðrum vistarverum skólans. Allir nemendur tóku þátt í þrifum en einnig var einhver laus tími síðdegis á laugardögum sem nýttist til persónulegra þarfa. Á stúlknavistinni notuðum við tímann til að hirða um fötin okkar, hjálpast að með viðgerðir og svo að snyrta okkur, t.d. að setja rúllur í hárið á okkur. Þetta voru oft skemmtilegar stundir inni á herbergjunum með spjalli og samhjálp. Töluvert er vitnað í þær í minningabókum með myndum og lýsingum sem sýna þá nánd og væntumþykju sem skapaðist í þröngu sambýli heimavistarinnar.   Skóladagurinn var langur. Hann hófst með því að við vorum vakin um kl. 8 og mættum í fyrstu kennslustund  á bilinu kl. 8.20 – 8.40. Þegar tvískipt var í borðstofu fór annar hópurinn í morgunmat fyrir fyrstu kennslustund en síðari hópurinn í morgunmat eftir fyrstu kennslustund. Morgunmaturinn samanstóð af hafragraut og lýsi. Eftir það voru kennslustundir til klukkan 12 en þá var klukkutími í mat. 1-2 bóklegir tímar voru eftir hádegismat. Síðan tóku við ýmiskonar óformleg viðfangsefni, s.s. útivistartími, þrif,  félagslíf og danskennsla fyrstu tvær vikurnar á haustin bæði árin til kl. 15.30. Þá var síðdegishressing, flestir drukku mjólk og höfðu brauð og kökur með. Eftir það voru leikfimitímar þrisvar í viku og handavinnutímar þrisvar í viku. Klukkan 17.30 hófst svo lestíminn/heimanámið í kennslustofum og stóð til klukkan 20. Þá var farið beint í kvöldmat en allir áttu að vera komnir inn á vistir kl. 20.30. Þá var aftur lestími/kyrrðarstund í herbergjum til kl. 10. Kvöldmjólk með kökubita, kexi eða einhverju meðlæti kom þá upp á vistargang.  Klukkan 11 áttu öll ljós að vera slökkt og þögn á herbergjum.  Á sunnudögum máttum við sofa út og ekki var tilreiddur neinn morgunverður en þriggja rétta hádegisverður hófst kl. 12 á sunnudögum. Eftir hann voru íþróttakeppnir í salnum eða úti við.  Eftir það hófst síðan húslestur skólastjóra og svo ýmis konar félagslíf sem lauk með dansi fram að kvöldmat sem var kl. 8. Lestími var svo á sunnudagskvöldum eins og önnur kvöld frá kl. 20.30 – 22. Það má því segja að nám hafi verið stundað alla daga vikunnar, formlegt nám með kennslu og vöktuðum lestímum sex daga og svo félagsmótun og óformlegur lestími á sunnudögum. Eitthvað voru lestímarnir styttri eða felldir niður á laugardögum.  


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Bæði árin var lögð mikil áhersla á íslensku og stærðfræði. Ég sé í bréfum mínum til foreldra minna að það hafa nokkuð oft verið próf og skyndipróf. Þar tel ég upp: lesin og ólesin íslenska, lesin og ólesin stærðfræði, stafsetning, enska, danska, landafræði, mannkynssaga náttúrufræði, eðlisfræði og heilsufræði. Kennsluaðferðir voru nokkuð hefðbundnar en vel fylgst með að nemendur læsu og ynnu verkefni bæði í kennslutímum og lestímum. T.d. fengum við í landsprófsdeild alla daga tvö sérútbúin heimadæmi sem við áttum að leysa og skila á hverjum degi eftir lestímann. Þá fór kennarinn yfir þau og áréttað það sem þurfti í tíma daginn eftir. Í tungumálunum skrifuðum við mikið stíla sem voru svo leiðréttir ýmist á töflu eða með rauðu bleki. Þeir nemendur sem unnu þetta vel fengu mjög gjarnan hrós og voru látnir hjálpa hinum með því að fara upp að töflu og útskýra. Kannski fengu þeir, sem oftast voru teknir upp og látnir útskýra, nafnbótina kennarasleikja eða gáfnaljós! Einnig gekk kennslan í erlendu tungumálunum út á það að einn nemandi var “tekinn upp” og látinn lesa fyrst og þýða svo. Landafræði og mannkynssaga var kennd með fyrirlestrum og utanbókarlærdómi en notuð landakort með. Eðlisfræðin var kennd á sama hátt nema það var til ein lítil gufuvél sem var sett í gang til að við sæjum hvernig hún virkaði og einnig líkan af sólkerfinu sem var handsnúið þannig að við skildum betur gang himintungla. Heilsufræðin var kennd með mjög skemmtilegum og nútímalegum aðferðum sem þættu góðar í dag. Við vorum látin velta fyrir okkur því sem við lásum, mikið var til af stórum myndum á spjöldum af líffærum og líkamsbyggingu. Við vorum látin finna dæmi úr umhverfi okkar um heilsuspillandi líferni og mikil áhersla lögð á að fara vel með líkama okkar. Stundum máttum við senda kennaranum skriflegar spurningar (nafnlausar) sem hann svo svaraði í næsta tíma á eftir. Man sérstaklega eftir þeirri aðferð við kynlífsfræðslu. Það var enginn tepruskapur í útskýringunum sem við fengum við öllum þeim spurningum sem bárust um kynlíf, en það leið hins vegar yfir eina stúlkuna í þeim tíma, henni varð ekki um sel þegar farið var í nákvæmar útskýringar. Þetta var svo mikið tabú á þessum árum!  


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Í yngri deild lærðum við handavinnu þrisvar í viku, stúlkurnar hannyrðir, sauma og prjón og strákarnir smíðar og viðgerðir. Í landsprófsdeild voru eingöngu bóklegar greinar. Mér er helst minnisstætt að ég prjónaði mér þykka og fallega bleika peysu sem ég notaði mikið næstu tvö ár á eftir! Engar ritvélar voru til í skólanum svo ekki fengum við neina þjálfun í vélritun en ég saknaði þess mjög.  


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

 Það má segja að við höfum fengið mjög mikla þjálfun í mannlegum samskiptum (verkleg þjálfun í merkingunni “learning by doing”), bæði óformlega og formlega. Við vorum þarna saman, á annað hundrað unglingar, í miklum þrengslum á afskekktum stað, langt frá heimilum okkar og við urðum að koma okkur saman og láta allt ganga eins snurðulaust og unnt var. Þetta var mikil þjálfun í ábyrgð, samvinnu og samskiptum. Við vorum gerð ábyrg fyrir þrifum og umgengni bæði í okkar herbergjum og almannarými. Við vorum gerð ábyrg fyrir hegðun okkar og líðan og mörg vorum við eiginlega í foreldrahlutverki gagnvart hvert öðru. Við hugguðum vini okkar þegar þeir voru daprir og fengum umhyggju og hlýju frá öðrum þegar eitthvað bjátaði á. Við stelpurnar leituðum hver til annarrar og sérstaklega voru nokkrar, sem höfðu mikið traust, sem margar leituðu til. Allir kennarar voru karlkyns, engir námsráðgjafar, félagsráðgjafar og kröfðust mikillar vinnu.hjáöm flesta og finna hæfileika hvers og eins. oru daprir og fengum umhyggju og hlynnu verkefni bæð eða aðrir fullorðnir til að leita til. Við hjálpuðumst að og vorum til taks hver fyrir aðra. Sumar voru að byrja á blæðingum með tilheyrandi óþægindum en fengu ráð og huggun hjá þeim eldri.   Við fengum einnig markvissa þjálfun í félagslífi þar sem reynt var að virkja sem flesta og finna hæfileika hvers og eins. Við vorum þjálfuð í skipulagningu og undirbúningi fyrir árshátíðir og aðrar skemmtanir sem voru mjög veglegar og kröfðust mikillar vinnu. Þar fengum við flest að koma fram og vorum þar þjálfuð í að tala skýrt og rökrétt. Eftirfarandi skrifaði ég í bréfi til móður minnar 2.4.1962:             --“árshátíðin hérna var í gær og var dansað til kl. 4 í nótt. Fyrst voru skemmtiatriði, leikrit og söngur og getraunir og fleira. Ég var hvíslari í einu leikritinu og svo varð ég að syngja og lesa upp og vera dómari í getrauninni. Þetta tókst allt ágætlega. Ég söng ekki ein því það hefði ég nú aldrei gert en það var kór. Við vorum fimm stelpur og fimm stákar --”   Við vorum líka þjálfuð í ræðumennsku og  röksemdafærslu á málfundum. Ég man sérstaklega eftir málfundi fyrra árið þar sem ég var skikkuð til að vera frummælandi um jafna hæfileika og gáfur kvenna og karla. Ég var ung, ekki fermd, en fór í þetta galvösk og hélt því fram að konur gætu alveg rekið sitt eigið [þj1962: nnar 2.4.i skrifaði oma fram og vorum þar þjynstofninum. ð] [Brenglaður texti] s. s. kleinur, kökur með rabarbarasultu. Það var svo tilefni uóðfélag án karla, einar og óstuddar en þyrftu kannski einn karl til viðhalds kynstofninum. Ég fékk svo harkaleg viðbrögð frá nokkrum strákunum að það gleymist seint. Einn af herskáustu strákunum gleymdi öllum rökum og benti mér á, ekki kurteislega, að ég væri krakkakjáni. Hann varð síðar lögfræðingur! Stúlkurnar voru svo óframfærnar þegar kom að því að tala undirbúningslaust að þær komu mér ekki til hjálpar. Kennararinn gerði það þó! Það reyndist stundum erfitt að halda sig við rök og  vera víðsýnn þegar tilfinningarnar tóku völdin.   Öll þessi þjálfun og hvatning að nýta hæfileika sína, sem ekki var hluti af formlegri námsskrá, var ekki síður mikilvæg lífsleikni en hefðbundnu námsgreinarnar. Ég tel að hún hafi stuðlað að því að ég valdi mér lífsstarf við fræðslu og þjálfun!  


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Íþróttakennslan og íþróttalífið var ein af styrkustu stoðum skólahaldsins. Það hve vel var staðið að því öllu stuðlaði örugglega að því hvað allt gekk í raun vel fyrir sig. Hvert skólaár hófst með því að íþróttatímarnir voru notaðir til danskennslu fyrstu vikurnar. Allir áttu að kunna helstu dansa, bæði gömlu dansana og tjútt/djæf/rokk. Dansleikir voru alltaf á sunnudögum síðdegis og voru í raun hluti af líkamsrækt og mannasiðaþjálfun. Það voru spiluð vinsæl lög af segulbandi undir dansinum en líka var spilað á harmonikku undir gömlu dönsunum og marsinum. Allaf var einhver í nemendahópnum sem spilaði á hljóðfæri en líka voru þeir úr hópi kennara. Leikfimi/sund -tímar voru þrisvar í viku, annan hvern dag. Þar lukum við þeim sundstigum sem kveðið var á um í námsskrám. Leikfimin var mjög fjölbreytt og mikil áherlsa lögð á að allir gerðu sitt ítrasta til að ná árangri. Það voru liðkunar- og styrktaræfingar á gólfi, þjálfun í ýmsum frjálsum íþróttum og svo boltaíþróttirnar, handbolti og körfubolti. íþróttasalurinn var vel útbúinn á mælikvarða þessa tíma. Kistur, stökkbretti, dýnur, boltar og tæki til frjálsíþróttaiðkunar voru til. Þjálfuð voru lið í ýmsum greinum og svo voru keppnir hluti af dagskránni á sunnudögum. Mest áhersla var á körfubolta, bæði karla og kvenna. Vor og haust, þegar jörð var auð og sæmilegt veður, voru íþróttatímarnir úti við  og þá voru handbolti og fótbolti spilaðir á völlum nokkru fyrir neðan skólann. Einnig voru farnar langar gönguferðir þegar þannig viðraði og í einstaka tilfellum farið í skíðagöngu eða á skíði upp á Gemlufallsheiði. Ekki man ég til að gerður hafi verið munur á kynjum hvað varðaði æfingar og keppnir. Við vorum öll, sem vorum í sama bekk, með sams konar stundaskrá og við stúlkurnar vorum hvattar áfram í boltaíþróttum og frjálsum og tókum þátt í keppnum. Til viðbótar við leikfimi- og sundkennslu fengu sumir efnilegir nemendur þjálfun í að vera dómarar. Ég fékk t.d. að spreyta mig á að vera körfuboltadómari undir leiðsögn íþróttakennarans.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Það fór eftir veðri og ýmsum aðstæðum í skóla- og félagslífi. Á vorin var algengt að fara út, rölta um, spjalla saman, fara í stikk o.fl. Stúlkurnar fóru oft upp á herbergi sín. Sumir sátu inni og fóru yfir námsefni næsta tíma. Ég man ekki eftir að frímínútur  hafi verið mikið skipulagðar að öðru leyti en því að þær runnu stundum saman við matmálstíma og önnur verkefni þannig að tími gæfist til að sinna persónulegum þörfum í leiðinni. Aðrar voru styttri og rétt dugðu til teygja úr sér og taka til næstu námsgögn. Stundum voru kenndar tvær kennslustundir saman. Íþróttavellir voru það fjarlægir að ekki var tími til að nýta þá í stuttum frímínútum þó veður leyfði. Þegar veður og færð versnaði kom það fyrir að út brytist gangaslagur með tilheyrandi ólátum. Seinna árið mitt kvað svo rammt að því að tilkynnt var á litlu jólunum áður en við fórum í jólafrí að ekki yrði leyft að stúlkurnar mættu í síðbuxum í skólann heldur yrðu að mæta í pilsi í kennslustundir eftir jól. Þetta átti að verða til þess að gangaslagsmál hættu. Þau voru auðvitað birtingarmynd vaknandi kynhvatar og gáfu færi á ýmsum viðurkenndum fangbrögum sem þó voru ekki vel séð af skólayfirvöldum. En mikil var reiðin í kvennahópnum yfir þessum aðgerðum. Ekki var þetta bara mismunun milli kynja varðandi fataval  og frelsi til að klæðast eftir smekk heldur kostaði þetta ný skólaföt sem ekki var auðvelt fyrir ýmsar fátækar námsmeyjar sem höfðu fatað sig upp fyrir veturinn með síðbuxum. Ég eins og flestar stúlkurnar af Vestfjörðum, vann fyrir kostnaði við skólagöngu mína að mestu sjálf með vinnu í frystihúsinu allt sumarið og var þá að byrja að gera uppreisn gegn launakerfinu sem mér fannst mjög óréttlátt. Það gerði mun á tímakaupi stráka og stúlkna sem fengu “kvennakaup” sem var töluvert lægra þó þær ynnu sömu störf og þeir. Þessi ákvörðun skólastjórnar hellti olíu á eldinn.  Af hverju áttum við stúlkurnar að kaupa okkur nýjan klæðnað en ekki strákarnir sem höfðu þó meiri peninga. Ég held ég hafi orðið feministi á þessum tíma. Ekki bara vegna þess að þessu fylgdi aukakostnaður fyrir stúlkurnar heldur líka að það var bæði hlýrra og þægilegra að vera í síðbuxum en pilsi og sokkabuxum. Við bættist líka reiðin yfir að strákarnir skyldu ekki líka vera látnir sæta ábyrgð á gangaslagsmálunum.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Eins og áður hefur komið fram var heimanámið mjög mikið skipulagt af skólayfirvöldum. Mjög mikil þrengsli og léleg aðstaða til náms var á herbergjum sem gerði það ómögulegt að vinna skriflega vinnu eða fá næði til lestrar. Formlegir lestímar í kennslustofum, þar sem tryggt var hljóð og aðstoð kennara við námið, voru um tvær og hálf klukkustund á dag og svo var rúmlega klukkutíma lestími/þagnartími á kvöldin á herbergjum ætlaður til lestrar. Þar gátu herbergisfélagar hjálpast að við að læra en stundum varð lesturinn að víkja og við settum skáldsögu eða dægurblað inn í námsbókina til að blekkja umsjónarmanninn sem var á vakt. Umræður um námsefnið fóru líka mjög gjarnan út í aðra sálma. Ég man líka eftir að hádegishlé voru notuð til að æfa þýðingu á textum, aðallega úr ensku sem var þá í fyrsta tíma eftir hádegið. Þar var ein stúlkan, sem hafði undirbúið sig vel, sem þýddi og hinar komu í herbergið og hlýddu á sitjandi á kojum, borðum og gólfinu. Spennuþrungnar stundir þar sem við hjálpuðumst að í kappi við tímann að skilja enskuna og þýða hana á góða íslensku. Stundum voru ekki nema nokkrar mínútur til ráðstöfunar fyrir þýðinguna. En það hjálpaði samt. Þetta tengdist því að kennarinn í ensku var mjög strangur og tók upp nemendur til að lesa og þýða. Ef miklar vöflur voru á því hjá nemanda fékk hann óspart að finna fyrir því.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Ýmsar hefðir höfðu mótast við skólahaldið og voru margar þeirra tengdar skemmtunum og frítímum eins og ég hef áður komið inn á. Ég hef áður minnst á árshátíðir [vantar í / brenglaður texti]  Það var svo tilefni uíð sem var stærsta hátíð skólans og var bæði skólaár mín mjög mikið í hana lagt og allir tóku þátt í undirbúningi. Ýmislegt annað skemmtilegt var hefðbundið, s.s.myndarleg fullveldishátíð í kring um 1. desember, litlu jól áður en farið var heim í jólafrí og svo grímuball eftir áramótin. Íþróttamót og keppnir voru fastir liðir, stundum var keppt í skíðagöngu og öðrum vetrarleikjum eftir verðri. Fastar hefðir voru um helgar s.s. húslestur skólastjóra (sem stundum voru skammarræður og stundum hvatningarræður), málfundur og ball á sunnudögum sem hélt okkur uppteknum þann vikudaginn. Stundum fengum við heimsóknir rithöfunda sem komu og lásu fyrir okkur úr verkum sínum og ræddu við okkur um lífið og tilveruna. Ég man í svipinn eftir Guðmundi Inga Kristjánssyni frá Kirkjubóli og Guðmundi Hagalín á sunnudagsskemmtunum. Pakkar og bréf sem bárust var safnað saman og borið út á sama tíma til allra þannig að allir sem á annað borð fengu pakka tóku þá upp á svipuðum tíma. Þannig gátu allir glaðst í einu og minna var um öfund eða aðrar kenndir.  Í landsprófsdeild voru ýmsar hefðir eða aðferðir sem tengdust því að stuðla að meiri námsárangri. Svo kölluð undirbúningspróf, sem voru í sama formi og aðalprófin, voru tekin í upplestrarfríinu. Bæði fengum við þá æfingu í að taka prófin og fengum aðvörum ef við vorum tæp og gátum þá bætt úr því áður en landsprófið sjálft var tekið. Útivist og líkamlegt erfiði var talið auka námsgetu okkar. T.d. var ekkert lesið síðasta daginn fyrir stærðfræðiprófið heldur var farið með hópinn í Skrúð með kakó og nesti og við látin vinna þar allan daginn við garðyrkju. Það kom vel út, súrefnið og líkamsáreynslan gerði okkur gott og flestir komu vel út úr prófinu.  Í minningabókum sem nemendur skrifuðu í hver hjá öðrum er gaman að rifja upp ýmis heiti sem við fundum upp á  til að vera sniðug. Til dæmis er algengt að sjá skólann kallaðan fangelsi, klaustur, fasistaríki og fleira í þeim dúr sem tengdist hinum mikla aga. Kennararnir fengu líka sín viðurnefni sem lifðu áfram ár eftir ár svo sem harðstjórinn, skeggi, sleggjan, brilli, læðan, júmbó o.fl. En allt var þetta þó græskulaust og var ekki til vitnis um að við kynnum ekki að meta það sem þeir stóðu fyrir. Þetta var aðferð unglinganna við að gera sig breiða þegar kennararnir heyrðu ekki til. En það var líka töluvert um ýmis konar uppnefni sem tengdust atvikum og uppákomum. Þau urðu oft til í nánu samneyti herbergisfélaga þar sem mikil þrengsli voru. Við tókum okkur líka stundum leyndarheiti sjálf sem við notuðum í samskiptum okkar á milli og töluðum þá um okkur í þriðju persónu!


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Margt er þegar komið fram en margt af því sem kemur fram í minningarbókum er mjög persónulegt og ekki víst að það skiljist nema innvígðum.  


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Man ekki eftir neinu dularfullu. Það mynduðust ýmsar heimagerðar þjóðsögur um uppruna matarréttarins HASSÍS. Sumar þeirra urðu all rosalegar og jafnvel draugalegar. Á heimavistinni fórum við stúlkurnar stundum í andaglas eftir að slökkt voru ljós. Við sátum í myrkrinu með vasaljós og hvísluðumst á og reyndum að magna upp tilfinninguna fyrir einhverju dularfullu. Það tókst oft að fá hjartað til að hamast og ekki gekk alltaf vel að sofna eftir andaglasið. Annars var andinn oft spurður um eitthvað praktískt varðandi skólann, prófin, ástamál o.fl. sem ekki tengdist beinlínis andaheiminum.  


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Ég hef þegar skrifað hér að ofan heilmikið um félagslífið og þátt þess í að gera lífið bærilegt þessi tvö ár. Mér skilst að þessi ár á sjöunda áratugnum hafi verið blómatími félagslífs á Núpi. Það má að miklu leyti þakka íþróttakennaranum, Sigurði Guðmundssyni. Hann var bæði einstaklega hæfur á mörgum sviðum, hafði mikla skipulagshæfileika, átti gott með að umgangast unga fólkið og hvetja það án þess að slaka á aga og var óþreytandi að sjá um að við hefðum alltaf nóg fyrir stafni. Hann var aðalskipuleggjandi allra hátíða og setti upp net af nefndum sem hver hafði sitt hlutverk fyrir hátíðina. Einnig var hann með hæfileikaprufur þar sem hann hvatti nemendur til að spreyta sig. Skólastofurnar voru notaðar til undirbúnings og þá var veitt leyfi frá kvöldlestímum fyrir viðkomandi nefndir.  


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Umgjörð skólastarfsins var á margan hátt mótuð af hinum Grundtvigska lýðháskóla- og ungmennafélagsanda sem var leiðarljós héraðsskólanna á þessum tíma. Það hvað félagsleg þjálfun var hátt skrifuð varð til þess að mikil áhersla var á markvissa þjálfun og leiðir til að ala upp nemendur til þátttöku í samfélaginu. Ég hef alla tíð verið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta uppeldi á Núpi en auk skólans tók ég líka þátt í íþróttanámskeiði á Núpi tvær vikur í júní bæði sumarið 1960 og 1961. Sigurður Guðmundsson stýrði þessum námskeiðum fyrir unglinga ásamt Valdimar Örnólfssyni. Þau sem sóttu þessi námskeið voru flesti fyrrverandi og væntalegir nemendur á Núpi og þau voru því nokkurs konar sumarprógram héraðsskólans. Seinna sumarið mitt á íþróttanámskeiði fóru þeir félagarnir, Sigurður og Valdimar, með hópinn sem þeir höfðu þjálfað á námskeiðinu í fimleikum og þjóðdönsum, til Hrafnseyrar til að sýna á 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Við sýndum bæði fimleikaprógram á leikfimibolum í ausandi rigningu og svo þjttirnar voru skyldufög tilefni u, ndur til að spreyta sig þri svöruðu shum oft pirruð .ktstnbarbarasultu, jÞað var svo tilefni uóðdansa. Það var ævintýri sem ég ekki gleymi. Við fengum mikið hrós frá forsetahjónunum og öðru fyrirfólki sem þarna var statt á hátíðinni. [Brenglun / vantar]  Íþróttanámskeiðunum lauk svo með keppni íþróttafélaganna á héraðsmótum sem haldin voru á Núpi á þessum árum.  


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Hef þegar lýst þessum atriðum. Má kannski bæta því við að flestar íþróttirnar voru skyldufög. En keppnirnar voru frjálsar en allir hvattir til að taka þátt í þeim.  


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Algjört reykingabann ríkti og var það skilyrði fyrir skólavist að nemendur reyktu ekki. Eitthvað voru sumir óhressir með þetta bann og laumuðust í gönguferðir til að reykja. Það var tekið hart á því með ýmsum viðurlögum. Í einstaka tilfellum komst upp um einhverja áfengisneyslu nemenda og kostaði það brottvísun úr skóla, a.m.k. tímabundna. Sumir unglingarnir voru bólugrafnir og notuðu brennsluspritt til að hreinsa húðina. Við heyrðum sögur um að þeir væru að súpa á því en  ekki man ég eftir að það hafi dugað til vímu! Við vissum engin deili á sterkari efnum.  


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Skrifaðar reglur sem voru margendurteknar í húslestrum kváðu á um að engar heimsóknir væru leyfðar á heimavist og að þagnartími og svefntími væru virtir.  


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Vera á afskekktum heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við kennara, starfsfólk og aðra nemendur. Mér er helst minnisstætt hvað allt starfsfólk gaf mikið af sér og vildi stuðla að því að okkur liði vel. Skólastjórinn, sem bar ábyrgð á öllum þessum ungmennum, og var jafnt í hlutverki uppfræðara sem í hlutverki foreldris sem þarf að aga og leiða börnin til þroska, var virtur og honum hlýddu allir. Hann tók fullan þátt í öllum skemmtunum með okkur og var alltaf til taks ef á þurfti að halda. Við vorum oft pirruð á þeim mikla aga sem ríkti en skildum samt að hann var nauðsynlegur. Það var ekki gert upp á milli nemenda, allir lutu sama aga. Ég var einu sinni reið við hann, það var þegar hann tilkynnti á hátíð á litlu jólum að stúlkurnar ættu að mæta í pilsum í skólann framvegis en ekki síðbuxum. Það var í eina skiptið sem okkur fannst að gert væri upp á milli kynja og við létum það í ljósi. Ég hef áður lýst hlutverki íþrótta- og félagsmálakennarans sem var feiknalega umfangsmikið. Hann var líka umsjónarmaður kvennavistanna og sá um að halda þar þeim aga sem nauðsynlegur var fyrir velferð okkar. Eldhússtarfsfólk var alltaf elskulegt og lagði sig fram um að koma til móts við okkur, sama gildir um starfsfólk í þvottahúsi og bakaríi. Húsvörður leysti vel úr okkar umkvörtunarefnum eins og hægt var í nokkuð niðurníddum byggingum. Þegar ég fór sjálf að kenna við heimavistarskóla rann upp fyrir mér hvað starfsfólkið á Núpi hafði lagt sig ótrúlega mikið fram við að gera vistina þar bærilega. Þau voru í raun foreldrar og fjölskylda okkar þann tíma sem við vorum þarna.  


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?
Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Vinir mínir frá þessum tíma dreifðust víða og suma hef ég ekki hitt síðan en aðra hef ég haft tengingu við.  


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Danskennsla í byrjun skólaárs í stað leikfimitíma stuðlaði að miklum og almennum dansáhuga sem stuðlaði að heilbrigðum samskiptum kynjanna. Það mynduðust sterk vináttubönd og í sumum tilvikum ástartengsl. Ég þekki ein hjón sem urðu kærustupar á Núpi og eru enn gift! Nemendur fundu sér felustaði til ástaratlota en fæstir gerðu meira en faðmlög og kossa. Vistarbannið kom trúlega í veg fyrir að kærustupör gengju lengra. Að minnsta kosti er ekki vitað að nein börn hafi orðið til á Núpi á þessum árum.  


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Það myndaðist auðvitað ákveðin goggunarröð sem ekki var svo auðvelt að breyta mikið. Þetta átti bæði við um samskiptin á  stórum herbergjum en líka i félagslífi. Málfundir urðu fljótt leikvangur þeirra sem áttu gott með að tjá sig og það var ekki auðvelt að að vera á öndverðum meiði við ákveðna aðila. Annars bar ekki mikið á að sterkir einstaklingar beittu sér á neikvæðan hátt.  


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Hugtakið einelti var ekki þekkt á þessum tíma. Auðvitað var töluvert um stríðni og sumir urðu meira fyrir henni en aðrir. Sérstaklega gat hún orðið leiðinleg gagnvar þeim sem voru litlir eða óþroskaðir á einhvern hátt. Eldri bekkingar gerðu sig breiða við yngri bekkinga. Þeir sem voru með heimþrá eða sýndu af sér tilfinningasemi fengu athugasemdir um það. En almennt var passað upp á að slíkt færi ekki úr böndunum. Ýmislegt gerðist í herbergjum þar sem margir bjuggu. Ég man eftir ýmsum tilvikum fyrra árið mitt þar sem smáhrekkir tíðkuðust. Rúmfjalirnar voru teknar úr efri koju þannig að sú sem þar var stökk upp í rúmið  og féll tvöföld í dýnunni niður í neðri kojuna, sett var vatnsbleyta í lakið hjá einhverri o.s.frv. En það var mjög oft kaup kaups og allar hlógu eftir á þó einhverri sárnaði í bili. Við jöfnuðum málin annars hefði verið ólíft í svo þröngu og nánu samneyti sem við vorum. Við heyrðum álika sögur af strákavistinni. Þessir hrekkir voru algengari hjá yngri nemendunum, þeir eldri sýndu meiri þroska og ábyrgð og stoppuðu oft það sem var í uppsiglingu. Ef eitthvað varð meira en góðu hófi gegndi voru umsjónarmenn heimavista yfirleitt aðvaraðir og málið var tekið fyrir á almennum húslestri skólastjórans næsta sunnudag. Gerendur voru látnir skammast sín. Kynferðisleg áreitni var ekki sýnileg.  


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Sumir fylgdust að í menntaskóla eða annað nám. Hjá flestum skildust leiðir næstu áratugi. Síðustu 10 ár hefur hópurinn sem var á Núpi 1960-1961 hist reglulega til að rifja upp gamalar minningar. Fyrstu skiptin var vel mætt og þá aðallega þau sem voru í eldri deildum þennan vetur . En enn eru boðaðir  samverufundir þar sem 8-12 mæta og eiga notalega stund saman. Við hittum t.d. stundum okkar gömlu kennara sem hafa mætt á suma fundina. Það hefur verið mjög ánægjulegt.  


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana