LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1954-1955
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn í Reykholti
Annað staðarheitiReykholtsskóli
ByggðaheitiReykholtsdalur
Sveitarfélag 1950Reykholtsdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1939

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-86
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/19.11.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?
Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.
Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?
Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?
Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?
Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?
Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?
Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).
Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?
Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?
Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?
Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?
Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?
Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?
Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?
Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).
Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?
Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?
Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).
Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?
Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?
Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?
Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?
Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?
Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?
Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?
Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?
Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?
Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?
Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Minningar úr Héraðsskólanum í Reykholti. Þegar eftir útskrift unglingaprófs í barnaskóla Sandgerðis vorið 1954 var ég ákveðinn að fara menntaveginn og byrja á bókmenntageiranum og síðan vega og meta hvort það passaði betur fyrir mig heldur en það verklega. Eftir vandlega íhugun og eftirgrenslan hjá fyrrum nemendum Héraðsskólans í Reykholti Borgarfirði ákvað ég að sækja um skólavist önnina 1954 – ´´55 og fékk jákvætt svar. Þegar eftir skólalok fékk ég vinnu hjá öðru frystihúsi þorpsins og byrjaði þegar að safna fyrir skólagjöldum sem var þó nokkur upphæð á þessum tíma því ekki var hægt alfarið að seilast í foreldravasa.   Þegar leið að skólasetningunni 15. sept.var allt orðið klárt , fatnaður ásamt rúmfatnaði vel merktu ásamt smávegis af öðru dóti komið ofaní tösku og ekkert eftir nema að kveðja vini og foreldra sem var gert með trega og ekki síst með mikilli eftirvæntingu eftir að takast á við þessa eindregnu ákvörðun mína. Lagt var á stað að heiman um kl.10 og frá BSÍ Reykjavík kl. 13.00 og komið á áfangastað í Reykholtsskóla um kl. 18.00  eftir allmörg brúsapallastopp vegna afhendinga á brúnum bréfpokum til brosmildra Borgarfjarðarbænda. Á skólaplaninu tóku á móti okkur skólastjórinn Þórir Steinþórsson og vísaði okkur á vistarverur okkar næstu 6 mánuði. Í rútunni sem var fullsetin af væntanlegum skólafélögum var mikið um augnagot og að sjálfsögðu allskonar pælingar hvort þessi eða hinn yrðum herbergisfélagar.   Skólaárið í Reykholti byrjaði 1. sept hjá 3. bekkingum en kringum þann 15. hjá 1. og 2. bekk , skólafrí var um jól og áramót og nemendur fóru heim en um páska lauk skólavist 1. og 2. bekkinga en nemendur 3. bekkjar verðandi gagnfræðingar og landsprófsþreitendur luku sinni vist í maí lok. Ekki fór mikið fyrir skólaslitunum, prófskýrteini afhent en engar viðurkenningar fyrir góðan námsárángur sem svo sannarlega hefði mátt gera því þarna í þessum tæplega 80 unglinga nemendahópi voru margir frábærir námshestar sem í tímans rás urðu máttarstólpar þjóðfélags okkar. Þegar eftir skólaslit var komið að kveðjustund sem var all ánægjuleg og afslöppuð eftir strangt námstímabil og allir óskuðu hver öðrum góðs gengis með þakklæti fyrir veturinn.   Símstöð sveitarinnar var í Reykholti og því auðvelt að komast í samband við nánustu ef eitthvað vantaði en allar heimsóknir voru ekki vel séðar nema 1. desember ár hvert en þá komu eldri nemendur og gistu eina nótt og var þessi viðburður mikil upplifting og góð kynning.   Reykholtsskóli var vegleg bygging með allrúmgóðum  og björtum kennslustofum sem voru mikil gæði miðað við minn gamla barnaskóla, annað skólarými var rúmgott og skapaði vinalegt umhverfi. Heimavist Reykholtsskóla var skipt í drengja og stúlknavistir og voru öll herbergin keimlík um 20 fermetrar með rúm fyrir fjóra , einn sameiginlegan skáp fyrir betri föt, lítið borð undir glugga og einn stóll. Búið var að raða niður í herbergin þegar við komum og þar við sat hvort okkur líkaði það betur eða ver. Í minni vist voru 4 herbergi með 16 nemendum og við þurftum að sætta okkur við notkun á 1 salerni með litlum vaski sem því miður skapaði oft talsverð vandamál. Nemendur réðu sjálfir hvern þú valdir sem sessunaut í skólastofu og hélst sú skipan allan veturinn en í matsal var sætaval frjálst en til var ætlast að sá nemendahópur sem sá um vinnu í matsal sæti við háborðið hjá þeim kennara sem sá um umsjónina.   Skólastofur voru notaðar sem lesstofur þar sem ætlast var til að nemendur notuðu til undirbúnings námsefnis og var fylgst náið með framvindunni og gripið inn í með hjásetu kennara ef þurfa þótti en rými til annarra nota voru ekki fyrir hendi.   Fæði mötuneiti skólans var hefðbundinn kjarngóður slenskur sveitamatur sem byrjaði í morgunsárið með hafragraut og lýsi fyrir þá sem vildu, hádegisverði kl. 12, síðdegiskaffi og léttum kvöldverði kl.19. Áður en gengið var til náða um 22.30 var boðið upp á 1 til 2 mjólkurglös ásamt tveimur kexkökum. Bæði kúa og fjárbúskapur var til staðar í Reykholti sem auðveldaði mötuneyti skólans kaup á landbúnaðarafurðum sem nemendur urðu áþrifalega varir við. Kjötmeti var mjög algengt og matreitt á ýmsa vegu án íburðar, nýtt fiskmeti mjög sjaldan en saltfiskur vikulega ásamt súrmat, sviðasultu og heimagerðri rúllupylsu ásamt kartöflum og rófum. Grænmeti og ávextir var ekki algengt á borðum en þó kom fyrir að vínber væru til boðs á sunnudögum með heilsteiktu læri og þá aðeins í desember. Brauðmeti ásamt öllu bakkelsi var heimabakað og var gerð svolítil breyting með aukinni fjölbreytni á sunnudögum. Nemendur skólans voru kraftmikil ungmenni sem gerðu kröfur um mikinn mat og létu sér allt að góðu verða og kvörtuðu ekki þó að maturinn væri ekki alltaf lystugur. Eina tilbreiting með sætar kökur og rjómatertu var er erfisdrykkja eftir útför í Reykholtskirkju var haldin í matsalnum og okkur veittur afgangurinn.   Ásamt aðstoð í matsal og uppvask í eldhúsi var gólfþrif skólastofa og rýmis innt af hendi nemendahóps undir umsjá umsjónarkennara og einnig aðstoðuðu nemendur fataþvott í þvottarhúsi skólans og förgun sorps hálfsmánaðarlega.   Skóladagur byrjaði með hringingu ráðsmanns skólans upp úr klukkan sjö sex daga vikunnar sem boðaði mætingu í matsal 7.30 og að morgunverði loknum mætt í stærstu skólastofunni og þar las séra Einar Guðnason ritningarlestur og skólakórinn söng eitt lag áður en kennsla hófst sem stóð til kl. 15 með klukkutíma matarhléi milli kl 12 til 13.Allir kennarar skólans að einum undanskildum voru af nítjándundu aldar kynslóðinni með sínar föstu kennsluaðferðir sem mörgum okkar þóttu harla gamaldags með því að nemandi var beðinn að þilja upp það sem hann mundi úr kennslubókinni um það sem spurt var um og ef hann gataði var hann látinn sétjast og sá næsti tekinn fyrir og átti þetta við um stærðfræði, gras og raun greinar sem skólastjórinn Þórir Steinþórsson kenndi. Málakennsla var með ágætum, sérlega enskukennsla en hana kenndi frú Anna Bjarnadóttir mikilhæf fræðikona og höfundur kennslubókarinnar. Bókfærslu og sögu mannkyns kenndi sóknarprestur staðarins Einar Guðnason með líflegum hætti sem lifti oft kennslunni á hærra plan. Íslenskt mál og sögu landsins kenndi Björn Jakobsson sem tengdi kveðskap við kennsluna eins og t.d. um hálendi Íslands,( Upp úr standa fell og fjöll fjallgarðar og tindar). Sögu manna og dýra kenndi yngsti kennari skólans Jón Þórisson sem gerði það meira af skyldurækni en getu, ennfremur sá hann vikulega um leikfimi og sund samkvæmt bókinni og án nokkurrar frávika. Verkleg kennsla drengja var í höndum Magnúsar Jakobssonar og stúlkna hjá Sigríði Jónsdóttur sem sá einnig um heilbrigðismálin. Magnús var elsti kennari skólans hlílegur neftópakskall og ljómandi góður leiðbeinandi sem sá til þess að við lukum verkefnum okkar með  stuðningi hans á tilsettum  tíma og ef til vill hefur hann átt þátt í því að ég valdi iðngrein að mínu lífsstarfi.   Frímínútur voru stuttar aðeins lengri en salernisferð en hlé var gerð í kennslu milli kl. 11 og 12 og öllum skikkað  út í ferskt loft hvernig sem veður var og fylgst vel með að því yrði framfylgt. Undirbúningur fyrir námsefni næsta dags var ætíð á áætlun daglega frá kl. 16 til kl. 18.30 og fylgdist kennari með framvindu mála. Tíminn á milli kennsluloka og lestíma var notaður líflega á ýmsan hátt það var tekið í spil, teflt eða spjallað en hlustun á útvarp fyrirfannst ekki. Eftir lokun námsundirbúnings á laugardegi og allan sunnudaginn var frjáls tími sem var vel notaður og þá stunduð knattspyrna, æfð hlaup eða jafnvel jakahlaup í Reykjadalsá ef þannig viðraði.   Á fyrri vetri mínum í skólanum var sú hefð í gangi að haldnar voru kosningar undir eftirliti skólastjórnenda í líkingu við alþingiskosningar með nöfnum þeirra flokka sem þá buðu fram en vegna óvæntra úrslita í þetta skipti ákváðu stjórnendur að þetta


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana