LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1948-1950
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn á Núpi
Annað staðarheitiNúpur/Héraðsskóli
ByggðaheitiDýrafjörður
Sveitarfélag 1950Mýrahreppur V-Ís.
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1932

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-84
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/19.11.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?
Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.
Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?
Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?
Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?
Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?
Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?
Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).
Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?
Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?
Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?
Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?
Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?
Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?
Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?
Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).
Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?
Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?
Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).
Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?
Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?
Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?
Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?
Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?
Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?
Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?
Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?
Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?
Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?
Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

         Minningar frá Núpsskóla 1948- 49 og 49- 50.   Ég er fæddur og uppalinn á Hólmavík, þar var þá lítil unglinga fræðsla í skóla og urðu því ungmenni að sækja sér menntun í burtu. Flestir fóru í Reykjaskóla í Hrútafirði sem var svo að segja einfaldasta leiðin. Á þessum árum var einhver niðursveifla í áliti á þeim skóla en gott orð fór af Núpsskóla og var því stefnan sett þangað.  Ég er tvíburi og var því sótt um skólavist fyrir okkur systkinin sem fékkst. Skólinn átti að byrja í byrjun október og var því í lok sept. Að finna sér heppilega ferð. Ekki var um margt að velja  og var niðurstaðan að fara með skipi á Ísafjörð og svo með bíl eða djúpbát að Þingeyri. Raunin var sú að taka far með Ms. Skjaldbreið sem var strandferðaskip í eigu Ríkisskipa það kom við á Hólmavík á vesturleið . Við fórum um borð um nóttina og lagt á hafið út Steingrímsfjörð og komið við á Drangsnesi og áfram norður Húnaflóa komið við í Norðurfirði og svo þaðan norður fyrir Horn og til Ísafjarðar. Þetta tóka um sólarhring þannig að um miðnætti  komum við til Ísafjarðar . Okkur  var til happs að við höfðum kynnst konu og dóttur hennar í ferðinni og tók hún okkur að sér, og vísaði okkur á gististað sem var hjá Hjálpræðishernum en það fór þó þannig að þar var ekki opnað og endaði með því að konan fór með okkur heim til sín og gistum við þar sem eftir var nætur. Næsta morgun var svo farið aftur  til Hjálpræðishersins og borðað þar og fengin gisting næstu nótt því ákveðið var að fara næsta morgun með Fagranesinu til flateyrar en lengra fór það ekki. Þetta gekk allt eftir, það komu um borð á Ísafirði tvær stúlkur sem voru á leið á Núp önnur ú Jökulfjörðum en hin úr Furufirði. Siglt var út Djúpið og inn á Súgandafjörð og þar kom stórhópur af krökkum á sömu leið og við, og svo var farið áfram til Flateyrar.. Og enn var heppnin með okkur systkinunum því þarna var piltur sem þekkti mann úr Dýrafirði sem var á vörubíl og útvegaði hann okkur far með honum að Núpi .Einhverja hluti vegna var ég með sængurfatapoka með mér, en koffort með öðrum fötum og bókum var eftir og átti að sendast á eftir okkur frá Ríkisskip sem gerðist nokkrum dögum síðar..Gott veður gerði í fyrstu viku okkar á Núpi og var þá ákveðið að vara með hópinn í göngu á Mýrarfell sem er þarna ekki langt frá. Minnist ég þess að ég var ekki vel skóaður á blank skóm og skóhlífum og hafði einn pilturinn orð á því að ég væri samkvæmis klæddur í fjallgöngu. En nú kom koffortið og hvað var í því: þarna voru rúmföt, sokkar nærföt til skiptana sápa og handklæði. peysur buxur og það sem átti að duga allan veturinn því heim var ekki komið fyrr en í apríllok þarna var ekkert til afþreyingareins og t.d. spil eða svokallaðar græjur.. Við vorum þrír í herbergi sem var með hákoju og lákoju  sem lágu langs eftir herberginu og svo rúmi sem var þvert undir glugganum sem var með  krosspósti og opnanlegu fagi í horninu. Í herberginu var kaðall sem ætlaður var til að bjarga sér á ef kviknaði í og var þá hægt að fara út um opnanlega gluggann sem var svo gert á nóttinni til að heimsækja dömurnar.Grunur féll á að þetta væri stunda, sem var þó ekki nema kannski fjórum fimm sinnum og var þá settur lás á gluggann hjá kvenna vistinni og því þessi leið lokuð. Enginn skápur var í herberginu  og hengdum við fötin okkar á snaga, Það fór vel um okkur þarna. Heimanámi var þannig háttað að setið var yfir nemendum  frá kl. sex til sjö og frá átta til tíu  alla virka daga, frí á sunnudögum, þá öllum hleypt út,og skólanum svo lokað kl. hálfellefu. Þennan tíma notuðu sumir nemendur til að rölta innfírir gamlaskólann og þar í skjól og nudda saman nefjum við hitt kynið.. Kennsla byrjaði kl níu og kennt var með 15 mínúta hléum og matarhlé í klukkustund til kl. 15 var þá ef veður leifði farið í fótbolta niður á tún. Það voru tvær kennslustofur.á að giska 10 m á kant sem hægt var að opna á milli með harmonikkuhurð úr krossvið og ef kennt var í báðum deildum það sama, sem stundum var gert, var þessi hurð opnuð. Hver nemandi hafði sitt sæti og var því ekki skipt um veturinn Sama má segja um matsalinn maður settist bara í sitt sæti . þar voru langborð ca. 8 á hvorri hlið og maturinn settur á sinn hvorn endann þannig að þegar kom inn að miðju var orðið lítið úrval eftirá fatinu .Á einn hliðinni kennslustofnunar voru glugga sem snéru út á hlaðið , en á móti þeim var hurð sem opnaði út í gang sem var ca. 3m. breiður og lá með fram báðum kennslustofunum. Á ganginum voru glugga sem snéru upp að fjallinu. Verið var að byggja leikfimissal og var gengið úr þessum gangi inní þá byggingu. Þarna voru stundum haldnir dansleikir á laugardagskvöldum. Þarna var haldin skemmtun  fyrsta des. og var þá fólk úr nágreninu líka Nemendur voru látnir skrifa ritgerð um Jón Sigurðsson og var úrval úr þeim lesið. Úr öðrum enda gangsins var gengið upp á drengja vistina en út og niður stiga úr hinum endanum og út á hlað. Þar var líka hægt að fara niður í hálf niðurgrafinn kjallara sem í var stofa þar sem kennt var bókband ( það var eina verklega kennslan þarna og hefi ég ekki enn að minnstakosti nýtt mér þá kunnáttu sem ég fékk þar)og innar lítil sundlaug með snyrti aðstöðu  sem kennt var í sund Eftir áramótin var leikfimissalurinn orðinn tilbúinn og kenndi þá Ólafur Kristjánsson þar leikfimi, svo og sendikennari knattmeðferð. Yfir kennslustofunum voru herbergi drengja og mjór gangur á milli þeirra þannig að sum voru norðanverðu og þangað kom aldrei sól Við hliðina á uppganginum var snyrtiaðstaða  tvö klósett og tveir stórir vaskar oft var þetta í minningunni stíflað og óþrifalegt.Þarna var engin setustofa menn komu saman inni á herbergjum spjölluðu og sögðu sögur.Sitthvoru megin við skólahúsið voru tveggja hæða hús í öðru þeirra var vist stúlkna á efrihæðinni og íbúð kennara í neðri hæðinni, en í hinu var íbúð skólastjóra í efrihæðinni, en eldhús og matstofa niðri.Hver nemandi var til aðstoðar í eldhúsi einn dag og var þá ekki í námi. Hann lagði á borð og bar fram, tók af borðum og var við uppvaskið. Þarna var venjulegur heimilismatur ég man ekki eftir neinu sem ég var ekki vanur heimanað. Á laugardagskvöldum var stundum kvöldkaffi með sætubrauði, kleinum og ýmsu til tilbreytingar. Þegar sólin sást aftur síðast í janúar voru pönnukökur og gengið um með málshætti og hver nemandi las upp sinn málshátt Mér er minnisstætt að einn nemandinn var með þögul mótvæli og kom á svona kvöld eins og drusla. Buxurnar götóttar og peysan í hengslum og endarnir úr ermunum héngu niður á hendurnar, hann stóð upp og las sinn málshátt og á honum stóð ,, fötin prýða manninn.” Mikið var hlegið. Þetta vað alltaf í matsalnum. Í sambandi við að halda dansleiki var það vandamál að það vantaði músíkina, var það þá leist þannig að safnað var fyrir hljómplötum og nemanda frá Reykjavík ( Örlygur Hálfdánarson síðar bókaútgefandi) fenginn til að kaupa plötur í jólafríinu og eftir þeim var svo dansað.Að útliðnum vetri kom svo kennari  sem kenndi knattspyrnu bæði úti og inn og eingöngu drengjum.Þvottahús var í gamlaskólanum sem var nokkra metra frá matsalnum og eldhúsinu ég minnist þess að hafa farið þangað til aðstoðar einisinni. Þar var þvegið uppúr bala og notað þvotta bretti  og var þetta undir stjórn stúlku úr eldhúsinu.Á Núpi var símstöð þriðja flokk þannig að ekki var hægt að hringja nema í tvær kl. á dag og því oft löng bið eftir því að ná sambandi, samskipti urðu því mest með bréfum. Ég fann ekki fyrir neinum söknuði við það að fara að heiman. Er leið að jólum sást ekki fram á að ég kæmist heim og var því á heimili skólastjórans  ásamt nokkrum öðrum nemendum um jólin í besta yfirlæti. Mér er minnisstætt að þegar nemendur voru að koma til baka úr jólafríi  og stúlkur voru í hópnum vorum við fjórir drengir sendir inn að Gemlufelli til að sækja farangur þeirra og bera hann út að Núpi. Einu sinni vað okkur nemendunum boðið inn að Mýri þar var samkomuhús sveitarinnar lítið hús og þröngt fyrir svona marga. Einu sinni fórum við á skemmtun að Þingeyri og var gengið inn að Gemlufelli og sv


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana