LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBelti, Faldur, Kyrtill, Skautbúningur, Spöng

StaðurVeðramót við Dyngjuveg
ByggðaheitiLangholtshverfi
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiKristín Vigfúsdóttir
GefandiBjörg Jónsdóttir 1922-2009

Nánari upplýsingar

NúmerHIS-2490
AðalskráMunur
UndirskráHeimilisiðnaðarsafnið
Stærð144 cm

Lýsing

Lýsing: Kyrtill úr svörtu silki með víðar kvart ermar. Bolurinn er rykktur undir berustykki, saumað í höndum. Útsaumur er á berustykki um hálsinn og fer hann í tungu sem endar í spíss að framanverðu. Bolur opinn að framan niður fyrir mitti. Útsaumur er framan á ermum og neðan á pilsi og er stór skreyting að framanverðu. Munstrið hannaði Kristín sjálf. Orkeraðar blúndur framan á ermum og í hálsmáli. 

Útsaumur: Kúnstbróderí úr reirðu gulu/appelsínugulu silki, mjög fínu. 

Belti: Flauelsteygjubelti með rósaskreyttri sylgju. 

Höfuðbúnaður: Gyllt spöng, silkiklæddur faldur og nælon blæja með blúndu í kring. 

Viðurkenningarskjal, 2. verðlaun frá Kunstflidsofreningen við lokasýningu nemenda 4. september 1916. Undirritað af Louice. 

Saga: Talið er að Kristín hafi saumað kyrtilinn í kring um 1920. Árið 1921 giftist Kristín Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi og eignuðust þau 6 börn: Björgu, Sverri, Eyþór, Ingibjörgu, Eirík og Kristínu. Þau Jón og Kristín bjuggu fyrstu fimm búskaparárin í Bergen í Noregi þar sem Jón lauk námi í veðurfræði og vann sem veðurfræðingur við veðurathugunarstöðina þar. Eftir að þau fluttust til Íslands bjuggu þau lengst af á Veðramótum við Dyngjuveg 14 í Reykjavík. Nánari heimildir um Kristínu má finna hjá Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. 


Sýningartexti

Þessi fallegi kyrtill var saumaður af Kristínu Vigfúsdóttur (1891 – 1946) um 1920. Kristín fæddist og ólst upp í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðarhreppi A – Hún.

Á fyrri hluta 20 aldar var nokkuð um að íslenskar stúlkur sæktu sér menntun í „kvenlegum fræðum“ til útlanda einkum til Danmerkur. Kristín var ein af þeim og lauk prófi frá Dansk Kunstflidsforening árið 1916 með önnur verðlaun.

Árið 1921 giftist Kristín Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi og eignuðust þau sex börn.

Þetta aðfang er í Heimilisiðnaðarsafninu. Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.