LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHestur, Leikfang, Rugguhestur
Ártal1929

LandÍsland

GefandiÁgúst Flygenring 1923-1991, Páll Flygenring 1925-2017, Þórunn Ingólfsdóttir Flygenring 1919-2017
NotandiÁgúst Flygenring 1923-1991, Ingólfur Flygenring 1896-1979, Páll Flygenring 1925-2017, Þórunn Ingólfsdóttir Flygenring 1919-2017

Nánari upplýsingar

Númer1985-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð90 x 80 cm
EfniGler, Hrosshár, Málmur, Textíll, Viður

Lýsing

Rugguhesturinn var keyptur í Englandi árið 1929 sem leikfang handa börnum Ingólfs Flygenring og Kristínar Pálsdóttur Flygenring. Hesturinn hefur nokkuð eðlilegt vaxtarlag og fax og tagl úr ekta hrosshári en skrokkurinn þakinn einlitu, brúnu strigaefni.  Hann er festur á grænmálaða fjöl, sem þó er auðséð að hefur upphaflega verið rauðmáluð. Hún er 37x88 cm. að stærð og á henni hafa verið fjögur lítil hjól en nú eru aðeins tvö þeirra eftir. Þessu fylgja svo tvær bogasagaðar fjalir, festar saman með þverslám nálægt hvorum enda og með þessum útbúnaði er þetta að sjálfsögðu virkilegur rugguhestur en ekki sé hann aðeins með hjólunum. Mesta hæð hestsins, þ.e. frá fjöl að rótum ennistopps, eru um 80 cm og önnur mál í nokkuð góðu samræmi við það, jafnvel þótt miðað væri við íslenzkan hest. Gefendur eru börn Ingólfs og Kristínar Flygenring. 

Hesturinn er að öllum líkindum frá Thuringian leikfangafyrirtæki staðsettu í bænum Ohrdruf í Þýskalandi, þar voru framleiddir mjög svipaðir hestar í kringum 1920-1930. Þaðan voru seld leikföng til Bretlands, Kanada og Bandaríkjanna. 


Sýningartexti

Rugguhesturinn var keyptur í Englandi árið 1929 sem leikfang handa börnum Ingólfs Flygenring og Kristínar Pálsdóttur Flygenring. Leikfangið er bæði hægt að nota sem rugguhest og hjólahest. Hesturinn er að öllum líkindum frá Thuringian leikfangafyrirtæki staðsettu í bænum Ohrdruf í Þýskalandi, þar voru framleiddir mjög svipaðir hestar í kringum 1920-1930. Þaðan voru seld leikföng til Bretlands, Kanada og Bandaríkjanna. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Hafnarfjarðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.