LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLeikfangabíll
MyndefniLeikfangabíll
Ártal1930-1935

StaðurVetrarbraut 19b
ByggðaheitiSiglufjörður
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiJóhann Andrésson
NotandiJóhann Andrésson 1922-1996

Nánari upplýsingar

Númer91010-40
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð52 x 21,8 x 16,1 cm
EfniViður

Lýsing

Leikfangabíll, smíðaður af Jóhanni Hjalta Andréssyni, fæddum 12.4.1922. Bílinn smíðaði Jóhann sem drengur og er frá árunum 1930-1935. Bíllinn er vörubíll, smíðaður úr tré og teiknað á hann með rauðum og grænum lit. Á bílinn vantar bæði afturhjólin.

Jóhann fæddist í Skagafirði en fluttist með foreldrum sínum, Andrési Þorsteinssyni (1890-1959) og Halldóru Jónsdóttur (1896-1973), til Siglufjarðar sem ungabarn og bjó þar til dauðadags. Faðir Jóhanns var vélsmiður og rak járnsmíðaverkstæði við íbúðarhús fjölskyldunnar að Vetrarbraut 19b. Jóhann lærði vélsmíði og vann á verkstæði föður síns og tók við því árið 1958 en ári síðar lést faðir hans. Verkstæðið starfrækti Jóhann til ársins 1978 en ári áður gerðist hann vaktmaður í siglfirskum togurum á meðan þeir voru í höfn. Jóhann lést 5. apríl 1996, 74 ára að aldri.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.