Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiSaxherfi
MyndefniSaxherfi
Ártal1925-1940

StaðurKalmanstunga 1
ByggðaheitiHvítársíða
Sveitarfélag 1950Hvítársíðuhreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla (3600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiÓlafur Jes Kristófersson 1949-
NotandiKristófer Stefán Scheving Ólafsson 1898-1984, Ólafur Jes Kristófersson 1949-

Nánari upplýsingar

Númer1202/2002-1-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur, Viður

Lýsing

Saxherfi Lúðvíks. Herfið er nokkuð heillegt, járn ryðgað en heilt, tréverk heillegt og sæti. Beislið á herfinu var bætt við og rauðmálað eftir gömlum lýsingum af því. Herfið er komið frá Kalmanstungu í Borgarfirði. 

Lúðvík Jónsson (1887-1974) búfræðikandídat lét smíða tvö hestaherfi (saxherfi og rótherfi) byggð á hugmyndum sínum um jarðvinnslu við íslenskar aðstæður: aðeins skyldi hræra í efsta og næringarríkasta lagi jarðvegsins, slétta það og bera í það áburð - þannig myndu innlendu grastegundirnar ná sér vel á strik. Þannig varð til græðislétta. Blómaskeið herfanna hans Lúðvíks var á árabilinu 1925-1930. Herfin virðast hafa verið algeng í sumum sveitum, m.a. Borgarfirði. Lúðvíks-herfin eru góð dæmi um íslenska verkfærahönnun og verkfærasmíð. 


Sýningartexti

Lúðvík Jónsson (1887-1974) búfræðikandídat lét smíða þessi tvö hestaherfi byggð á hugmyndum sínum um jarðvinnslu við íslenskar aðstæður: aðeins skyldi hræra í efsta og næringarríkasta lagi jarðvegsins, slétta það og bera í það áburð - þannig myndu innlendu grastegundirnar ná sér vel á strik. Þannig varð til græðislétta. Blómaskeið herfanna hans Lúðvíks var á árabilinu 1925-1930. Herfin virðast hafa verið algeng í sumum sveitum, m.a. Borgarfirði. Lúðvíks-herfin eru góð dæmi um íslenska verkfærahönnun og verkfærasmíð.  

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.