Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDengingarvél
MyndefniDengingarvél
Ártal1890-1907

StaðurHvanneyri
ByggðaheitiAndakíll
Sveitarfélag 1950Andakílshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla (3500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGuttormur Jónsson
GefandiBúnaðarfélag Íslands , Halldór Vilhjálmsson 1875-1936
NotandiHalldór Vilhjálmsson 1875-1936, Landbúnaðarháskóli Íslands

Nánari upplýsingar

Númer1023/1987-4-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur, Málning/Litur, Viður
TækniTækni,Handunnið

Lýsing

Á tímum sláttar með orfi og ljá varð það mikið verk að halda biti í ljánum. Ljáina þurfti að dengja og brýna. Vél þessi, sem er fótstigin, var ætluð til þess að dengja ljái. Hún er fundinn upp og smíðuð af Guttormi Jónssyni smið frá Hjarðarholti. Dengingarvélin mun hafa komið að Hvanneyri fyrir 1907 og er því, ásamt jarðvinnsluverkfærunum frá Ólafsdal, með elstu gripum Landbúnaðarsafnsins. Dengingarvélin ,,varð nokkuð kunn hjer á landi...Má með henni dengja ljái bæði fljótt og vel, og verkið er auðvelt, en nokkuð er hún þung í vöfum", sagði í lýsingu á henni. 


Sýningartexti

Ljáklappa - Dengingarvél

Þetta fótstigna tæki fann Guttormur Jónsson frá Hjarðarholti í Dölum upp í byrjun síðustu aldar. 

Með tækinu voru grasljáir klappaðir: þ.e. brýndir með því að slá egg þeirra fram og þynna hana. Það var annars gert með sérstökum hamri á litlum steðja, eins og sjá má hér á öðrum stað í safninu. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.