Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiBaugur, Hringur, Járn
Ártal870-934

StaðurHrífunes
Annað staðarheitiHrísnes
ByggðaheitiSkaftártunga
Sveitarfélag 1950Skaftártunguhreppur
Núv. sveitarfélagSkaftárhreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla (8500) (Ísland)

Nánari upplýsingar

Númer2011-108-8
AðalskráJarðfundur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá_Munir, Fundaskrá
Stærð8 x 0,4 x 0,4 cm
Vigt7,5 g
EfniJárn
TækniJárnsmíði

Lýsing

Járnbaugur, brotinn og það sem eftir er er sveigð járngjörð, sívöl í sniði og mjókkar til annars enda. Um gjörðina eru vafðar fjórar flatar járnlykkjur, allar brotnar. Í einni er tittur, flatur og breikkar til endans, en er brotinn. Lengd gjarðarinnar er 78 mm, þvermál breiðari enda er 7 mm og mjórri  4 mm. Lykkjurnar eru 5-6 mm breiðar og titturinn er um 16-17 mm langur. Þyngd 7,5 g. Ekki er annað sjá en að þetta sé sá gripur sem t.d. hefur einfaldlega verið kallaður járnhringur, járnmen eða Þórshamarshringur  (Arbman TAF. 105; Novikova; Ström, K. 1973). Þessir járnbaugar eru stórir, oft um 15 cm í þvermál og finnast nánast alltaf í gröfum og langoftast í brunagröfum. Þeir eru oftast úr snúnu járni, að hluta eða alveg og kræktir saman. Í þeim hanga smálíkön úr járni og í óskemmdum baugum hangir alltaf hamar en einnig t.d. hringir, spíralar, L-laga -og spaðalaga hlutir (Fuglesang 1989:16). Fundarstaðir járnbauganna einskorðast nánast alveg við svæðið austan Lagarins (Mälaren) í Svíþjóð og hafa flestir fundist þar (um 95% þeirra ca. 450 járnbauga sem fundist hafa í því landi) þ.m.t. margir i gröfum í Bjarkey, en einnig t.d. á Álandseyjum og í Rússlandi  (Anne-Sofie Gråslund 2008:253; Fuglesang 1989:16,26). Ekki er víst hvernig járnbaugarnir voru notaðir, og hvort þeir voru bornir sem hálsmen, gerir hátt hlutfall brunakumla þar erfitt fyrir en oft finnast þeir við háls hins látna í gröfum (Fuglesang 1989:16). Járnbaugsbrotinu frá Hrífunesi má með réttu bæta við þá austnorrænu gripi sem Kristján Eldjárn gerir að umræðuefni í kumlatali sínu (2000:483-484) en þeir eru: Sverð og döggskór frá Hafurbjarnarstöðum, sverð frá Hrafnkelsdal, döggskór frá Lundi í Fnjóskadal, döggskó frá Tannstaðabakka, gull og silfurhnappar frá Kápu, fjögur spjót og kringlóttu nælurnar frá Vaði og Gautlöndum. Járnbaugar hafa aðallega fundist í göfum sem hafa verið aldursgreindar til 9.-10. aldar (Anne-Sofie Gråslund 2008:253) og virðast sterklega tengjast trú á Þór (Fuglesang 1989:16) .


Heimildir

Hildur Gestsdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir, Uggi Ævarsson og Elín Ósk Hreiðarsdóttir (2014): Kumlateigur í Hrífunesi í Skaftártungu 5. Í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 2014. Bls 7-34.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana