Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiLeikfangabollastell
Ártal1940

StaðurLitla-Gröf
ByggðaheitiLangholt
Sveitarfélag 1950Staðarhreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiLinda Björk Jónsdóttir 1977-
NotandiGuðlaug Arngrímsdóttir 1929-2017

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5268/2017-68
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGler
TækniGlergerð

Lýsing

Leikfangabollastell úr hvítu gleri, með mjög afmáðu bleiku og brúnu blómamynstri. Sex bollar, sex undirskálar og kanna með loki. Stærð könnunar er 7 cm (með lokinu) og stéttin er sporöskjulaga; 3,5 x 4,3 cm. Eyrað er vítt og stúturinn nær 2,3 cm fram úr könnunni. Bilið á milli stúts og eyra (halds) er 6,7 cm. Bollarnir eru 3 cm í þvermál, 2,5 cm á hæð. Eyrun ná 1 cm út fyrir brún. Undirskálarnar eru 4,2 cm í þvermál og skrautlausar. Enginn stimpill sést.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.