LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSkipsbjalla
Ártal1946

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer10158
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn Borgarfjarðar
Stærð20 x 20 x 20 cm
EfniMálmur

Lýsing

Skipsbjalla úr M/S Hvítá.

Það var Björgvin E. Vídalín kafari sem afhenti gripina, sem hann hafði gætt vel síðan hann sótti þá sjálfur í flakið sem ungur maður árið 1966 eða fyrir rúmri hálfri öld.

Hvítáin var byggð í Svíþjóð árið 1946 og kom til Íslands í júlí það ár, keypt af Eggerti Einarssyni og Finnboga Guðlaugssyni. Skipið var til að byrja með 91 lest en var síðar stækkað upp í hundrað lestir. Fyrsta sumarið fór það á síldveiðar og þótti reynast vel. Skipstjóri var Gunnar Ólafsson. Á næstu árum var oft aflabrestur og útgerðin erfið fjárhagslega. Í byrjun árs 1954  skall svo á ofviðri mikið og Hvítáin slitnaði upp og strandaði við Laugarnes. Skemmdist hún mikið og var í lamasessi þann vetur.

Árið 1956 var skipið síðan selt til Hafnarfjarðar og var þá nefnt Flóaklettur. Það lenti aftur í hremmingum 1963 þegar það losnaði frá bryggju í  Hafnarfirði og strandaði. Að lokum var það í eigu Bátalóns h.f. í Hafnarfirði og var orðið að flaki þar þegar Björgvin kafaði þangað á flóði og bjargaði mununum tveimur.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.