LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLomberspilakassi, Spilakassi
Ártal1860-1900

StaðurMörk
Annað staðarheitiSkólabraut 8
Sveitarfélag 1950Akranes
Núv. sveitarfélagAkraneskaupstaður
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÁrni Böðvarsson 1888-1977
NotandiSveinn Guðmundsson 1859-1938

Nánari upplýsingar

Númer1993-76-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá

Lýsing

Spilakassi Sveins Guðmundssonar ,hreppstjóra í Mörk á Akranesi (1859-1938) ,en hann fluttist á Akranes 1885 og átti heima þar síðan. Sveinn hafði yndi af því að spila og sat oft á vetrum að spilum með kunningjum sínum. Spiluðu þeir "Lomber" ,er var uppáhaldsspil Sveins og mjög í tísku á þeim árum.Sú saga fylgir spilakassanum ,sem kominn mun til ára sinna, að Svein hafi nokkru eftir komu sína til Akranes farið vestur í Stykkishólm, að tilmælum nokkurra manna á Akranesi ,til að læra þar Lomber, en spilamennskan stóð þá með miklum blóma í Hólminum. Kostaði þessi hópur ferð Sveins og vist þar vestra ,með því skilyrði að hann kenndi mönnum spilið er heim kæmi. Stóð ekki upp á Svein að gera það. Þessa sögu sagði Jóni M.Guðjónssyni mikill spilamaður ,fróður og minnugur ,Jón Halldórsson ,útvegsbóndi í Lambhúsum á Akranesi (1874-1961). Eftir lát Sveins (1938) gaf Petrea dóttir hans Árna Böðvarssyni, sparisjóðsstjóra og ljósmyndara á Akranesi ,spilakassann.
Gef: Árni Böðvarsson-í apríl 1970.

Þetta aðfang er í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Álitið er að heildarfjöldi safnmuna sé um 18.000. Þar af eru um 10.000 gripir skráðir í Sarp og eru komnar rúmlega 9.000 myndir.

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns