LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


MyndefniForeldrar, Garður, Hópur, Systur
Nafn/Nöfn á myndGuðrún Laufey Jónsdóttir 1910-2004, Helga María Björnsdóttir 1880-1972, Jón Björnsson 1878-1949, Selma Jónsdóttir 1917-1987

StaðurKaupangur
Annað staðarheitiBrákarbraut 11
ByggðaheitiBorgarnes
Sveitarfélag 1950Borgarneshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2007-35-261
AðalskráMynd
UndirskráLjósmyndasafn Borgarfjarðar
Stærð6,5 x 11 cm
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Ljósmyndasafn úr dánarbúi Guðrúnar Laufeyjar Jónsdóttur (1910 - 2004) sem var ævinlega nefnd Blaka. Ljósmyndir þessar eru frá Blöku og systkinum hennar. Systkini Blöku voru: Björn Franklín (1908 - 1976), hagfræðingur; Halldór Haukur (1912 - 1992), arkitekt og Sigþrúður Selma (1917 - 1988), listfræðingur.

Foreldrar þeirra voru Jón Björnsson (1878 - 1949) frá Bæ, sem var lengi kaupmaður í Borgarnesi og Helga María Björnsdóttir (1880 - 1972) frá Svarfhóli.

Jón og Helga fluttu í Borgarnes árið 1906, nánar tiltekið í Kaupang (Brákarbraut 11) sem er elsta húsið í Borgarnesi (byggt 1878). Þar stofnuðu þau fjölskyldu og bjuggu þar í fjörutíu ár eða þangað til þau fluttu til Reykjavíkur 1946.

 

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.