Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiLjósmynd

LandÍsland

GefandiJóhann Kristinn Pjetursson-Systkini 1913-1984

Nánari upplýsingar

Númer2005-1-176
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð30,5 x 24,2 cm
EfniPappi, Viður
TækniLjósmyndun

Lýsing

Ljósmynd af Jóhanni í kjólfötum með pípuhatt. Málað hefur verið ofan í myndina í litum. Á þessari mynd er Jóhann með yfirvaraskegg. Í grunn myndarinnar má sjá landslag en það virðist hafa verið teiknað og litað inn á myndina. Utan um myndina er gylltur rammi en skorið hefur verið í hann einhvers konar skraut.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.