LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiMortél

StaðurYtra-Hvarf
ByggðaheitiSvarfaðardalur
Sveitarfélag 1950Svarfaðardalshreppur
Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiFriðrika Vigdís Haraldsdóttir 1915-1992, Ólafur Tryggvason 1920-2005

Nánari upplýsingar

Númer555
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð16 x 15,5 cm
EfniSteypujárn
TækniJárnsteypa

Lýsing

Mortel úr steypujárni. Brúnir þess halla út. Á því eru 2 eyru 4 cm. að lengd. Stéttin er 10,6 cm. í þvermál. Í mortelið er stimpluð kóróna og undir hana stafurinn"F". Á annan stað er stimplað"2". Með mortelinu fylgir eins konar hamar 25,5 cm. að lengd sem er einnig úr steypujárni. Um miðjan hamarinn er brún í járnið sem afmarkar haldið og í þann enda er hnúður sem er 3,2 í þvermál. Á hinum endanum sem notaður var til að mylja með er einnig hnúður sem er 4,8 cm. í þvermál. Mortél þetta var notað til að mylja kandís og grófan molasykur.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.