Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristín Jónsdóttir 1888-1959
VerkheitiVið Þvottalaugarnar
Ártal1931

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð100 x 123 cm
EfnisinntakÞvottakona, Þvottur

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-459
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
Aðferð Málun
HöfundarétturKristín Jónsdóttir-Erfingjar , Myndstef

Sýningartexti

Kristín Jónsdóttir lauk prófi í málaralist frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1916, fyrst íslenskra kvenna. Árið 1924 flutti hún til Íslands. Eftir heimkomuna ferðaðist Kristín um landið og málaði myndir af íslenskri náttúru. Flestar þeirra mynda sem Kristín málaði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar eru af landslagi eða uppstillingum inni við. Í verkinu Við Þvottalaugarnar frá árinu 1931 sjást konur við þvotta í heitri lauginni í Laugardalnum í Reykjavík sem á þessum tíma var búið að steypa þró umhverfis og setja járngrindur yfir til að varna slysum. Ávöl form kvennanna ásamt hvítri gufunni mynda þríhyrningslaga form á miðjum myndfletinum. Veggur skúrbyggingar lokar myndrýminu vinstra megin og skáhallandi brekkan hægra megin vegur upp á móti þríhyrningsforminu. Hér málar hún að hætti impressjónistanna og leitast við að fanga ljósið.

 

Kristín Jónsdóttir graduated in painting from Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster (Royal Danish Academy of Fine Arts) in Copenhagen in 1916. She was the first Icelandic woman to do so. She returned to Iceland in 1924. On her return to Iceland, Kristín travelled around the country, painting Icelandic nature. The majority of her works in the 1910s and 1920s are landscapes and still lifes. In Washwomen at the Hot Springs (1931) Kristín depicts a scene at the geothermal springs in Laugardalur, Reykjavík, where women brought laundry to wash in the hot water. By this time a concrete step had been built around the springs, along with a metal grid to prevent accidents. The rounded forms of the washerwomen, together with the rising clouds of steam, form a triangular shape in the middle of the picture plane. On the left the picture space is closed off by a shed wall, and the slope opposite counterbalances the triangular shape. Here she paints in the style of the Impressionists, striving to capture the light.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.