LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLeikfang

ByggðaheitiÁsbrú
Sveitarfélag 1950Keflavík, Njarðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagReykjanesbær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiÍbúð kanans - sýning
NotandiVarnarliðið

Nánari upplýsingar

Númer2017-243
AðalskráMunur
UndirskráAlm. Munaskrá
Stærð37 x 22 x 46 cm
EfniTextíll
TækniLeikfangagerð

Lýsing

Geimveran „Alf“


Sýningartexti

Samtal um hálfrar aldar sögu varnarliðs á Íslandi

Segja má að Bandaríkjamenn, hermenn og borgarar sem störfuðu á varnarstöðinni á Miðnesheiði hafi verið hluti af daglegu lífi Suðurnesjamanna óslitið í hálfa öld.

Í september 2006 lauk þeirri sögu er síðasti hermaðurinn fór af landi brott en talið er að alls hafi rúmlega tvö hundruð þúsund Bandaríkjamenn starfað eða dvalið hér á landi á vegum varnarliðsins frá upphafi. Þá hafa þúsundir Íslendinga komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti.

Sýningin Íbúð kanans, lífið á vellinum er hluti af lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Markmið sýningarinnar er að gefa innsýn í hversdagslíf bandaríska hermanna á Íslandi og skoða jafnframt hvort og hvaða áhrif þeir höfðu á menningu þeirra sem bjuggu hinum megin við hliðið, og öfugt. Sýningunni er jafnframt ætlað að varpa fram nýrri sýn á herstöðina sem oft hefur verið neikvæð og pólitísk. Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega og því persónulega, að fólkinu sem þar bjó og samskipti þeirra skoðuð sem og menningarleg áhrif á báða bóga. 

Þetta er vinsamlega snertið sýning. Gestir eru hvattir til þess að miðla sinni reynslu og sögu og geta þeir skráð hana í gestabók á staðnum. Þá verður hægt að gefa muni til sýningarinnar og verður hún uppfærð eftir því sem ábendingar berast frá gestum.


Heimildir

http://ibudkanans.tumblr.com/

Þetta aðfang er í Byggðasafni Reykjanesbæjar. Lokið er við að skrá allt munasafnið og staðsetja alla gripi í safninu.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.