LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Arngrímur Ólafsson 1889-1965
MyndefniBensíndæla, Eldsneytisdæla, Ferðamaður, Fólk, Fólksbíll, Hópur, Karlmaður, Kona, Malargryfja, Náma, Tunna, Vegslóði
Ártal1930-1935

StaðurMöðrudalur, Óþekktur
ByggðaheitiHólsfjöll
Sveitarfélag 1950Jökuldalshreppur, Óþekkt
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað, Óþekkt
SýslaN-Múlasýsla, Óþekkt (Ísl)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerAÓ-354
AðalskráMynd
UndirskráArngrímur Ólafsson (AÓ)
GerðSvart/hvít negatíf
GefandiJóhann J. Ólafsson 1935-

Lýsing

R-813 – bíll við Shell-dælu í sveit.

„Gæti verið í Möðrudal, mótar fyrir Herðubreið í fjarska.“ (SJÞ 2021)


Sýningartexti

Arngrímur Ólafsson, mynd nr. AÓ-354.
Ferðalög á fyrstu árum bílaaldar.
Ferðalög um landið á vélknúnum ökutækjum hafa alla tíð verið vinsæl hér á landi. Lengi framanaf voru akvegirnir ekki beinlínis til þess gerðir að aka eftir heldur voru þræddir þeir staðir og svæði þar sem mestar líkur voru á að bifreiðin kæmist klakklaust áfram. Það á greinilega við um þennan gróna mel sem lagði land undir alfaraleiðina. Bifreiðanotkuninni fylgdi þörf á eldsneyti, á þessum árum var nánast eingöngu notaðir bensínknúnir bílar. Því spruttu upp allvíða meðfram þessum slóðum bensíndælur af einfaldri gerð, handdælur með mæli sem dældu upp úr tunnum á farartækin og má nokkrar þeirra sjá bak við dæluna yst t.h. Dælurnar voru einatt staðsettar nálægt eða við sveitabæi þar sem bjuggu driftugir bændur sem höfðu á að skipa mannafla sem gat farið úr öðrum verkum og afgreiða vegfarendur um bensínlögg. Reyndar var það býsna eftirsótt að afgreiða bensínið því af því var mikill nýjungabragur og höfðu flestir gaman af að hitta ókunnuga og spjalla. Handan við bensíntunnurnar má sjá í landslaginu spor sem var og er fórnarkostnaður bættra samgangna, nefnilega malargryfju. Þarna hefur greinilega verið tekin möl í töluverðum mæli og næsta víst að melurinn hafi að lokum allur mátt þola það að vera ekið á brott í vegfyllingu. Ferðamennirnir og farartækið bera með sér að þarna er vel stætt fólk á ferð. Konurnar vel til hafðar í vönduðum fatnaði og karlarnir í þægilegum jakkafötum og pokabuxum við háa sokka. Bifreiðin er af sama meiði, Pontiac árgerð 1929, tveggja dyra blæjubíll með tengdamömmusæti og skráningarnúmerið er R-813. Staðsetning óþekkt.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana