Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiLaufabrauðsjárn
Ártal1930-1960

StaðurSetberg
Annað staðarheitiKarlsbraut 7
ByggðaheitiDalvík
Sveitarfélag 1950Dalvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Egill Júlíusson 1908-1993
NotandiGuðfinna Björg Þorvaldsdóttir 1912-1978, Jón Egill Júlíusson 1908-1993

Nánari upplýsingar

Númer1608-b
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð14,9 x 3,4 cm
EfniKopar
TækniTækni,Málmsmíði,Koparsmíði

Lýsing

Laufabrauðsjárn úr kopar. Hjólið sjálft er 2,5 cm. á breidd og 2,5 cm. í þvermál. Í hjólinu er v-laga munstur. Annar endi skaftsins er klofin í tvennt og þar í ás sem hjólið snýst um. Egill Júlíusson var ættaður frá Dalvík. Kona hans hét Guðfinna Björg Þorvaldsdóttir (1912-1978) og bjuggu þau lengst af í Setbergi á Dalvík. Egill var um skeið sjómaður en gerðist síðan athafnasamur útgerðar- og framkvæmdamaður á Dalvík. Þau hjónin áttu fast heimili í Reykjavík frá árinu 1967.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.