LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Ljósmyndastofa Ólafs Magnússonar
MyndefniBarn, Barnaföt, Kona, Peysuföt

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer1-1-45
AðalskráMynd
UndirskráLjósmyndasafn Borgarfjarðar
Stærð10,5 x 6,5 cm
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Myndir frá Helgu Ingibjörgu Helgadóttur Briem (1898 - 1980).

Helga var fædd í Borgarnesi. Foreldrar Helgu voru þau Helgi Eyjólfur Jónsson (1852 - 1905) verslunarstjóri og síðar bankaritari, og Sigríður Eggertsdóttir (1862 - 1913). Foreldrar Sigríðar voru Eggert Ólafur Briem, sýslumaður á Reynistað í Skagafirði og Ingibjörg Eggertsdóttir. Foreldrar Helga Eyjólfs voru þau Jón Eyjólfsson, bóndi og gullsmiður á Ökrum og Elín Helgadóttir.

Helga stundaði verslunarnám í Kaupmannahöfn árin 1919-1923 og lagði stund á ritun þýskra verslunarbréfa í Heinrich Pollacks skólanum í Berlín. Helga hóf störf við Útvegsbanka Íslands árið 1934 og starfaði fyrst við útibúið í Vestmannaeyjum til ársins 1937 er hún flutti til Reykjavíkur. Hún lét af störfum sextíu ára gömul af heilsufarsástæðum. 

Myndirnar eru úr fórum Péturs Sigurðssonar frá Vestmannaeyjum sem fékk þær úr dánarbúi Helgu. Faðir Péturs, Sigurður Helgason, var hálfbróðir Helgu.

Óskar Þór Óskarsson (f. 1951), afhenti safninu myndirnar.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.