LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBrúða, Leikfang
Ártal1969

SýslaVirginia
LandBandaríkin

GefandiAlda Bergljót Jóhannesdóttir 1926-2005
NotandiAlda Bergljót Jóhannesdóttir 1926-2005

Nánari upplýsingar

Númer0002-361
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð40 cm
EfniPlast, Textíll

Lýsing

Þessi brúða er úr safni Öldu Mills Jóhannesdóttur. 

Alda Bergljót Mills Jóhannesdóttir var fædd 8. nóvember 1926 í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Jóhannesar Narfasonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur. Fjölskyldan bjó að Hellisgötu 7, sem áður var Miðhverfi 1 við Kirkjuveg. Alda fluttist erlendis með manni sínum James Ralph Mills árið 1962. James hafði starfað á Keflavíkurflugvelli á vegum hersins. Þau dvöldu m.a. 8 ár á vesturströnd Afríku, þar sem Mills vann við rannsóknir og vinnslu í námugreftri. Síðast voru þau búsett í Moneta í Virginíufylki í Bandaríkjunum.

Alda hafði ávalt gaman að brúðum, allt frá barnæsku. James hafði útbúið herbergi á heimli þeirra fyrir brúðusafnið, þar var Alda löngum stundum einbeitt að prjóna og sauma búninga á brúðurnar sínar. Árið 1986 gaf Alda Byggðasafni Hafnarfjarðar brúðusafn sitt, 1994 gaf hún safninu fleiri brúður, samtals telur brúðusafnið milli 400-500 brúður. Alda lést 7. Nóvember árið 2005 þá 78 ár að aldri. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Hafnarfjarðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.