Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiPrufuklútur, Skólahandavinna
TitillÚtsaumsprufa
Ártal1927

StaðurMiðbæjarskólinn
Annað staðarheitiFríkirkjuvegur 1
ByggðaheitiMiðbærinn
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiUnnur Runólfsdóttir
GefandiKristín Þórðardóttir 1948-

Nánari upplýsingar

Númer2017-29-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Skólahandavinna - textíll
Stærð20 x 43 cm
EfniBómullarefni, Bómullargarn
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Prufuklútur frá Miðbæjarskóla árið 1927. Saumað í fíngerðan bómullarjafa (aidajafi). Fjölbreytt útsaumsspor og útsaumsbekkir. Útsaumur: Fangamarkið U.R., ártalið 1927 og bekkjarheitið 3.I, allt saumað með krosssaumi. Faldar að ofan og að neðan eru saumaðir niður með útsaumssporum. Hliðar bryddaðar með skábandi. Öll prufan er handsaumuð. Unnur saumaði prufuna þegar hún var 9 ára gömul. 

Klútar sem þessir voru algeng skyldustykki á þessum tíma. Markmiðið var að kenna stúlkum aðferðir í útsaumi.

Nemendavinna frá Miðbæjarskóla 1927. Gerandi: Unnur Runólfsdóttir. F.19.5.1918. D.5.4.2012.

Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. 

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.