Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
MyndefniHestur, Ísbjörn, Kona, Póstkort, Skopmynd, Þræll
Ártal1905

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-1604-36
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð9 x 14
GerðGrafík - Prentmynd
GefandiSophia Jonassen Claessen 1873-1943

Lýsing

Skopmynd þar sem dregið er dár að Nýlendusýningunni í Tívolí í Kaupmannahöfn 1905. Á myndinni er m.a. textinn „Fru Gad og Islænderne.“ Við innganginn að Tívolí eru táknmyndir nýlendna Dana, þræll frá Vestur-Índíum, Eskimói sem situr á baki ísbjarnar og svo Færeyingur sem situr á baki uppstoppaðs hrúts. Íslendingar hinsvegar þverskallast við að samþykkja skilgreininguna sem nýlenduþjóð og sýna Fru Gad afturendann og búast til að gefa danskinum spark. Frú Gad var Emma Gad, þekktur rithöfundur sem tók að sér að setja sýninguna upp.

Íslenskar viðburðamyndir. 39 mynda syrpa, mest prentaðra póstkorta.


Heimildir

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana