Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSigurjón Jóhannsson 1939-2023
VerkheitiMálarinn
Ártal1977

GreinMálaralist, Málaralist - Blönduð tækni
Stærð63 x 117 cm

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9090
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniGifs, Kopar, Masónít
HöfundarétturSigurjón Jóhannsson 1939-2023

Lýsing

Ljósmynd, gifs, kopar á masónít.


Sýningartexti

Siglfirðingurinn Sigurjón Jóhannsson var einn af fjórum stofnendum SÚM-hópsins árið 1965, ásamt þeim Hreini Friðfinnssyni, Hauki Dór Sturlusyni og Jóni Gunnari Árnasyni. Á þeim tíma er Sigurjón vann klippimyndirnar áttu róttækar samfélagsbreytingar sér stað. Í anda popplistarinnar má greina ádeilu á firringu neyslusamfélagsins, hlutverk konunnar sem og hlutverki myndlistarinnar í vestrænu samfélagi. Í mörgum klippimyndum Sigurjóns frá SÚM-tímabilinu birtist gagnrýni á kapítalískt lífsform en myndefnið var sótt í glanstímarit þeirra tíma. Í þrístæðu samklippi málverks , teikninga og ljósmynda má sjá svart hvíta andlitsljósmynd af listmálaranum með hálft andlitið atað hvítri málningu þar sem hann skartar höfuðdjásni fjármálamannsins, sem ber við græna jarðarkringluna í bakgrunni. Augu og varir kvenmanns mæta augum okkar jafnt og rannsakandi augnaráð listamannsins. Við komumst ekki hjá því að horfast í augu við verkið og spyrja áleitinna spurninga um hvar við stöndum og hvert skal halda. Tíðarandi liðins tíma rennur saman við augnablikið og er mögulega ástæða til að spyrja sig: Hverju erum við tilbúin að fórna á altari Mammons?

Sigurjón Jóhannsson, from Siglufjörður in north Iceland, was one of the four founders of the SÚM group of young artists in 1965, along with Hreinn Friðfinnsson, Haukur Dór Sturluson and Jón Gunnar Árnason. At the time when Sigurjón made his collages, radical social changes were taking place. In the spirit of Pop Art, polemic was directed at the alienation of consumer society, the role of women, and the place of art in western society. Many of Sigurjón’s collages from the SÚM period express criticism of the capitalist way of life, drawing subjects from the glossy magazines of the time. In a tripartite collage of painting, drawing and photographs, a black-and-white image of the painter’s face is seen, half-covered in white paint, and wearing a bowler hat, the token of the financier, with the green planet Earth behind him. The eyes and lips of a woman meet our eyes, as does the searching expression of the artist. We cannot avoid looking at the work face-to-face, and asking insistent questions about where we are and where we are going. The zeitgeist of a past time coalesces with the present moment, and may give us cause to ask ourselves: What are we prepared to sacrifice on the altar of Mammon? RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.