Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurInga Svala Þórsdóttir 1966-, Wu 1960-
VerkheitiParadises
Ártal1993

GreinLjósmyndun
Stærð127 x 155,9 cm
Eintak/Upplag7/10
EfnisinntakGrænmeti, Manneskja

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9075
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniLjósmynd
Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturInga Svala Þórsdóttir 1966-, Myndstef , Wu 1960-

Sýningartexti

Þessi sviðsetta ljósmynd leiðir hugann að koparstungu þýska endurreisnarmálarans Albrechts Dürer frá 1504 af Adam og Evu í Paradís, garði allsnægtanna sem í verki Dürers er reyndar þýskur skógur eins og hann birtist í Grimmsævintýrum. Þar er ekki allt sem sýnist ef vel er að gáð. Sama á við um litljósmyndina frá stórmarkaðinum. Líkamar parsins í búðinni eru sem spegilmynd þeirra í verki Dürers og minna á grísk-rómverskar styttur þar sem þungi líkamans hvílir á öðrum fæti. Konan heldur á rauðu epli í vinstri hendi og felur annað í þeirri hægri. Táknmynd veikleikans býr í körfu Adams. Líkt og prentmyndir má fjölfalda ljósmyndir og þannig geta fleiri eignast slíkar myndir og stuðlað að dreifingu myndlistar og jafnframt vakið spurningar um vegferð manneskjunnar. Frá því að Inga Svala og kínverski listamaðurinn Wu Shanzhuan hittust á Íslandi árið 1990 hafa þau unnið saman að margvíslegum verkefnum er tengjast greiningu á eðli listar og sköpunar. Má þar nefna grænmetissýninguna sem vakti athygli hér á landi árið 1998. Þau eru búsett í Hamborg og ganga út frá hugmyndafræði konseptlistar í verkum sínum.

This staged photograph gives rise to thoughts of an engraving from 1504 by Renaissance artist Albrecht Dürer, depicting Adam and Eve in Paradise – the Garden of Eden, which is shown by Dürer as a German forest, familiar from the Grimm brothers’ fairy tales. But on closer scrutiny, all is not what it seems. The same is true of this colour photograph from a supermarket. The couple’s bodies are like reflections of the figures in Dürer’s work, and are reminiscent of ancient Greek or Roman statues, in contrapposto pose, i.e. with their weight on one leg. The woman holds a red apple in one hand, and hides another in the right. In Adam’s shopping trolley is the symbol of weakness. Like prints, photographs can be reproduced, and thus most people can acquire such images, facilitating the dissemination of art, and also posing questions about the individual’s journey. Since meeting in Iceland in 1990, Inga Svala and Chinese artist Wu Shanzhuan have worked together on a variety of projects relating to analysis of the nature of art and creation. Among these is, for instance, their exhibition Vege-pleasure which made an impression in Iceland in 1998. They live in Hamburg, and their work is grounded in the principles of conceptual art. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.